Skírnir - 01.09.2017, Page 88
A Vision in a Dream eftir S.T. Coleridge (ort 1797, birt 1816).13
Skáldin eiga það sammerkt að lýsa höllum hugans: „Þar rísa bjartar
hallir, sem ei hrynja“ (Gröndal) og „In Xanadu did Kubla Khan /
A stately pleasure-dome decree … A sunny pleasure-dome“ (Co-
leridge). Þau ræða bæði um „lífsins helgan straum“ (Gröndal) og
„Where Alph, the sacred river, ran“ (Coleridge). Eina mannveran í
kvæðum þeirra er kona, sbr. „Þar dvelur mey hjá dimmu fossa tali“
(Gröndal); Coleridge lýsir konu og á sem fellur reyndar ekki í fossi
heldur þeytist í loft upp. Skáldin lýsa sérstökum hljóðfæraleik
(harpa og gígja hjá Gröndal, dulcimer hjá Coleridge) og þannig
mætti lengi telja. Gröndal og Coleridge reisa því glæstar hugarhallir
og búa til ímyndað landslag sem þeir sveipa dulúð í rómantískum
anda. Gröndal bregður svo á leik í lokin þegar hann segir hæðnis-
lega að kampavínið muni koma sér til guðanna. Þar má segja að
snúið sé út úr enska kvæðinu sem endar á ósk um að allir dáist að
skáld inu og taki það eiginlega í guðatölu: „For he on honey-dew
hath fed / And drank the milk of paradise.“ Guðaveigarnar hjá Co-
leridge valda upphafningu en vímugjafinn hjá Gröndal veldur aðeins
tímabundinni ölvun, enda er stutt í það að lesandanum sé kippt aftur
niður á jörðina.
Í kvæðinu til Sigríðar tekur nú við kafli sem er mjög sérstakur
og líkir Gröndal þar eftir andlegum kveðskap sautjándu aldar.
Hann yrkir í sálmabókarstíl um óhugnanlega atburði sem lýst er í
smásögu Edgars Allan Poe, Morðin í Líkhúsgötu (The Murders in
the Rue Morgue, 1841). Tengslin við enskar bókmenntir eru því
enn greinilegri hér en áðurnefnd líkindi við Kubla Khan. Gröndal
las smásöguna ekki sjálfur en frændi hans, Ólafur Gunnlaugsson,
rakti efni hennar fyrir honum í Louvain.14 Eftirfarandi erindi sýna
hve langt hann gengur í eftirlíkingu sálmabókastílsins og ritháttar
hans:
352 sveinn yngvi egilsson skírnir
13 Hér verður vitnað í útgáfu kvæðisins í Coleridge 2005: 522–524.
14 Gröndal kemst svo að orði í útgáfu sinni á kvæðinu árið 1900: „Ort að nokkru
leyti í vísnabókar stíl. Hugmyndin er eptir sögu eptir Edgar Poe, sem jeg hef
aldrei séð né lesið, en Ólafur Gunnlaugsen sagði mér lauslega frá henni“ (Bene-
dikt Gröndal 1900: 243, sbr. Benedikt Gröndal 1948: 536).
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 352