Skírnir - 01.09.2017, Side 94
samband sitt og Sigríðar. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað hafi
verið á milli þeirra. Eftir að Kvæðabók Gröndals kom út skrifaði
Sig ríður honum bréf sem hann svaraði 28. apríl 1901.20 Gröndal
ávarpar hana með orðunum „Kæra frú Sigríðr! Gamla vinkona!“
og segir síðan: „Það gleður mig líka, að þér hafið séð kvæðabókina
mína og yður þykir vænt um athugasemdina. Ég skrifaði hana með
sama hug eins og kvæðin, nefnilega með vinarhug, og ekki meir,
þér vitið sjálf eins og ég, að allt var hreint okkar í milli.“21
Voru þau þá einfaldlega vinir eða hvernig á að skilja samband
þeirra? Vísbendinguna gæti verið að finna í Dægradvöl þar sem
Gröndal segir um sjálfan sig: „Kvennamaður er ég ekki, eða flagari,
en ég er skáldlega „forlyftur“ í öllu kvenfólki.“22 Þegar hann skrifar
þessi orð seint á ævinni eru kvennamenn og flagarar ekki aðeins
þekkt stærð í lífinu heldur einnig í listinni. Þeir höfðu orðið ýmsum
öðrum en Byron lávarði að yrkisefni, m.a. W.A. Mozart í óperunni
Don Giovanni (1787) og Søren Kierkegaard í „Forførerens Dag-
bog“ sem er hluti af ritinu Enten — Eller (1843). Gröndal telur sig
ekki vera í hópi flagara þó að hann sé hrifinn og upptekinn af
konum. Hann virðist hafa reynt að daðra við og heilla þær án þess
endilega að ætla sér eitthvað meira með því. Allt bendir því til þess
að hann hafi verið daðrari fremur en flagari og um þá manngerð eða
hegðunarmynstur hafa fræðimenn fjallað í bókmenntum og listum.23
358 sveinn yngvi egilsson skírnir
20 Bréfið frá Sigríði hefur ekki komið í leitirnar en Gröndal sendi Eiríki manni
hennar eintak af Kvæðabók með bréfi 18. október 1900, sbr. Benedikt Gröndal
1954: 323.
21 Benedikt Gröndal 1954: 327 (Lbs. 2192 4to). Í Dægradvöl segir Gröndal um rit-
störf sín á árunum 1850–1857: „Ég orti þá „tólf álna kvæðið“ til Sigríðar, það
gerði ég hjá maddömu Helgasen og ritaði það á gular pappírslengjur, sem ég
límdi á léreft, og leiðrétti ekkert hjá mér, svo gerði ég og fleiri fæðingardagakvæði
til Sigríðar, því ég hafði hana til að yrkja um, þó ég ekkert væri hrifinn af henni
til ástar, en hún var svo fjörug og lífleg, að hún var fjörfiskur okkar allra, sem
þekktum hana“ (Benedikt Gröndal 1965a: 179).
22 Benedikt Gröndal 1965a: 304. Lýsingarorðið forlyftur er líklega dregið af þýska
orðinu verliebt, þ.e. ,ástfanginn, skotinn‘, gegnum danska orðið forlibt.
23 Sjá m.a. greinasafnið Flirtations (ritstj. Schwartz, Nagel og Stone 2015). Þó að
hér sé lögð áhersla á daður Gröndals er það ekki svo að skilja að daðrið sé helsta
persónueinkenni hans eða einhver sérstakur lykill að öllum hans skrifum. Ýmsar
sveiflur og þversagnir í skrifum og skapgerð Gröndals mætti eins túlka á sál-
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 358