Skírnir - 01.09.2017, Page 96
Daður setur svip á bréfasamband fleiri skálda og listamanna á
nítjándu öld. Það birtist t.a.m. í bréfum sem gengu á milli skáldanna
Ólafar Sigurðardóttur á Hlöðum (1857–1933) og Þorsteins Erl-
ingssonar (1858–1914). Í samanburði við bréfasamband þeirra er
daður Gröndals frekar meinleysislegt. Hann líkir sér vissulega við
unnusta og leggur svo mikla stund á Sigríði með bréfum og kvæðum
að hann telur sig þurfa að útskýra það eftir á að hann hafi ekki verið
ástfanginn af henni. En daðrið milli Ólafar og Þorsteins gengur mun
lengra. Hún sendir honum t.d. skyrtu sem hún hefur saumað í
Reykja vík og hann fer í hana eins og hann lýsir í bréfi sem hann
skrifar í Kaupmannahöfn 13. janúar 1886:
Fyrst ætla jeg nú að þakka þjer fyrir skyrtuna sem jeg er í, jeg fór í hana á
gamlárskvöld eins og þú beiddir mig og hugsaði margt þegar jeg dróg hana
niður yfir mjaðmirnar, þettað er svo náttúrlegt að þú mátt hreint ekki
bregðast illa við, því að vera að fara í skyrtu og minnast kvennmanns, úng-
ann og laglegan um leið, það getur þú sjeð að muni leiða snúníngsliðugann
huga út í ýmislegt, já það veit sá sem alt veit; annars var skyrtugreyið uppá
það þægilegasta og fjell að mjer eins og konufaðmur að elskulegum manni.
Svo kom hún úr þvotti í gær og jeg varð þá að fara í hana til þess að skrifa
þjer í henni, því það varð að fylgja með. Svona er sagan, og ekki margt að
henni. (Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum og Þorsteinn Erlingsson 2000: 75)
Fyrr í bréfinu segist Þorsteinn vera „á tómri skyrtunni“ sem sé
„hreinasta híalín, svo þú sjerð alt í gegnum hana frá upphafi til
enda“ (2000: 75). Þetta er daður á öðru og hærra stigi en það sem
greina má í skrifum Gröndals. Ung kona sendir ungum karlmanni
sérsniðna skyrtu, hann fer í hana eina fata og lýsir því hvernig það
sé eins og að faðma konu. Þóranna Tómasdóttir Gröndal (2000: 23)
segir um bréfið: „Þetta var list daðursins. Það að sjá húðina bera í
huganum gegnum nærfötin er bæði erótískt og spennandi. Allt er
gefið í skyn, en ekkert sagt berum orðum.“ Hún lítur svo á að þau
standi í „bréfaástarsambandi“ (Þóranna Tómasdóttir Gröndal 2000:
16, 23 o.v.). Erna Sverrisdóttir kemst svo að orði um samband Ólafar
og Þorsteins: „Bréfin segja okkur að þau voru í senn vinir og plat-
ónskir elskendur sem nutust aldrei líkamlega. Þó er ljóst að á ein-
hverjum tímapunkti í upphafi sambands þeirra hafa þau þráð hvort
annað. Það sem orðin segja ekki segir þó allt. Orðin þeirra voru á
360 sveinn yngvi egilsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 360