Skírnir - 01.09.2017, Side 141
405íslendingar á jótlandsheiðar?
amtmaður Stefánsson, ríðandi móana norður frá Helgafelli á síðustu
hestum sem vitað var af ferðafærum á Íslandi. Þeir höfðu verið aldir
um veturinn í Reykjavík, á leifum af heyjum sem konunglegur
fálkafangari hafði keypt dýrum dómum haustið áður handa naut-
gripunum sem hann var vanur að slátra smátt og smátt ofan í fálk-
ana. Í fyrsta sinn í sögu opinberrar fálkatöku á Íslandi höfðu þarfir
hinna göfugu ránfugla orðið að víkja fyrir öðrum brýnni: nautin
voru söltuð niður til að halda lífi í nokkru af starfsfólki Innrétting-
anna, iðnfyrirtækjanna sem fyrsta verksmiðjuþorp landsins hafði
vaxið upp í kringum.
Þeir Thodal og Ólafur tóku sér sjálfir far til Kaupmannahafnar
til að reka á eftir skjótum ákvörðunum um björgunaraðgerðir og
um framtíð lands og þjóðar — ef einhver væri eftir það sem á hafði
dunið.
Til Kaupmannahafnar komu höfðingjarnir um Jónsmessubil, og
hófust nú fundahöld stíf í Rentukammeri, þeirri stjórnardeild kon-
ungs þar sem flestum málum Íslands var ráðið til lykta.3 Þar hafði
Íslendingurinn Jón Eiríksson hafist til metorða og löngum borið
mesta ábyrgð á undirbúningi allra mála sem að ættlandi hans sneru.
Náinn samstarfsmaður Jóns var Skúli Magnússon landfógeti; hann
hafði haft vetursetu í Kaupmannahöfn eins og hans var vandi, og
mjög verið með í ráðum um hinn brýna vanda ættjarðarinnar. Af
Dönum var einkum leitað ráða hjá Carl Pontoppidan, áður versl-
unarstjóra í Hafnarfirði og nú forstöðumanni konungsverslunar-
innar, og Hans von Levetzow sem hafði verið valinn til að taka við
starfi stiftamtmanns af Thodal; hann bar hirðmannsnafnbót sem
hagmæltum Íslendingum þótti fyndið að afbaka: „Koparhlunkur
kom á sjó, / kamarjúnkur Levetzow.“
skírnir
3 Hingað til er ekki annað sannsögulegt en nöfn manna, staða og skipa, svo og hey-
kaup Causade fálkafangara fyrir fjóra dali. Árið 1785, þegar hungursneyð Móðu-
harðindanna náði hámarki um vorið og fram á sumar, var einmitt ekki hafísár
heldur voraði vel. Það hefur orðið fjölda langsoltinna landsmanna til lífs að ær og
kýr, sem hjörðu af veturinn, komust fljótt í góða nyt, og að innflutt kornvara barst
tímanlega á verslunarstaðina. Slæmt hafísár 1785, með grasbresti og siglingateppu,
hefði gjörbreytt framvindunni.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 405