Skírnir - 01.09.2017, Page 142
Ótíðindi
Jafnskjótt og fréttir bárust, síðla hausts 1783, um skaðann af Skaft-
áreldum, var búið út skip til að flytja Levetzow sjálfan á vettvang að
kynna sér málið, og með honum ungan menntamann af íslensku
höfðingjakyni, Magnús Stephensen. Eftir hrakninga og hafvillur
urðu þeir að hafa vetursetu í Noregi, en náðu til Íslands vorið eftir
og aftur til Danmerkur um sumarið. Höfðu þeir þá ófagra sögu að
segja:4
Í nágrenni eldstöðvanna hafði öskufall og hraunstraumur eytt
bæi, skepnur drepist og fólk flúið; það vissu menn þegar. Sömu-
leiðis að víða um land, jafnvel þar sem öskufalls gætti ekki að ráði,
hafði gosmóðan valdið dularfullum gróðurskemmdum, sums staðar
þannig að búsmali fúlsaði við beit og nytin datt úr mjólkandi ám
og kúm.
Annað vissu þeir Magnús og Levetzow ekki fyrr en þeir náðu
loks til Íslands næstum ári eftir að eldsumbrotin hófust. Þá gat ekki
órað fyrir því að gosmóðan dró úr inngeislun frá sólu, raunar svo
mjög að það hafði afdrifarík áhrif á hitastig víða um norðurhvel
jarðar, en vitaskuld mest á Íslandi. Þar við bættust áhrif kaldra haf-
strauma og hafíss. Veturinn hafði því verið óvenjuharður og eftir
fylgdi kalt vor svo að gras spratt seint og illa.
Enginn kunni heldur skil á flúormengun sem fylgir eldsum-
brotum. Önnur gróðurspjöll, mest af völdum brennisteinssýru í
gosmóðunni, voru augljós bæði mönnum og dýrum og greinilegt
að graslendi fór fljótlega að jafna sig af þeim áföllum. Hins vegar
gat grasið tekið í sig hættulegt magn af flúor án þess að neitt sæi á
því og án þess að skepnur vöruðu sig á. Í nágrenni eldstöðvanna
drapst margt búfé af bráðri flúoreitrun, annars staðar var meira um
hægfara eitrun, gadd sem svo er nefndur og birtist einkum sem af-
406 helgi skúli kjartansson skírnir
4 Hér verður vikið frá veruleikanum í tveimur aðalatriðum. Annað var sú tilviljun
veðurs og vinda að gosefni bárust lítið til vesturs; urðu gróðurspjöll því minni en
vænta mátti af öskufalli og súru regni og að sama skapi slapp búsmali betur frá flúo-
reitrun. Hitt var ágætur vertíðarafli. Þetta tvöfalda happ hlífði Suður- og Vestur-
landi að miklu leyti við hungursneyð Móðuharðindanna. Hér er ástandi landsins
alls lýst líkt því sem varð í raun og veru á Norðurlandi.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 406