Skírnir - 01.09.2017, Page 147
411íslendingar á jótlandsheiðar?
einhver heimili voru enn sjálfbjarga, þá fylltust þau af flóttafólki
sem fljótt eyddi því sem ætilegt var til.9
Ekki vissu þeir það gjörla, stiftamtmaður og félagar, hve víða
um land sulturinn hefði með þessum hætti lagt byggðina í auðn. Frá
Austur- og Norðausturlandi höfðu þeim ekki borist neinar glöggar
fregnir síðustu mánuðina. Á vestanverðu landinu hafði samfélagið
þó ekki farið svo gjörsamlega á hliðina. Þangað var flóttamanna-
straumur nokkur og mörg heimili uppflosnuð, þó ekki meira en við
varð ráðið. Hinum soltnu var miðlað björg þar sem eitthvað var
aflögu, en þar sem því var ekki lengur að heilsa, þar sultu þeir
friðsamlega í hel meðan heppnari heimili treindu tóruna í síðustu
kúm sínum og kindum. Þó að kýrnar væru sumar löngu geldar, og
margt af ánum hefði látið lömbunum í vorharðindum, þá voru aðrar
í skárra standi svo að eitthvað myndi falla til af mjólk um sumarið,
auk þess sem róið yrði til fiskjar eftir því sem kraftar langsoltinna
manna leyfðu. Ef kornvörur fengjust líka í kaupstað, þá myndi
skortinum létta sumarlangt, a.m.k. um vesturhelming landsins. En
matarbirgðum yrði ekki miklum safnað, svo lítill sem bústofninn
var orðinn og hafís búinn að eyðileggja vetrarvertíðina. Svartsýnis-
menn þóttust sjá fram á að það samfélagshrun og gjöreyðing, sem
skorturinn hafði þegar leitt yfir stóra hluta landsins, hlyti að vofa yfir
því öllu næsta vetur. Menn sátu yfir miklum reikningum, áætluðu
hve margt fólk kynni að vera á lífi á svæði hverrar verslunar,
reiknuðu hve miklum matarbirgðum þyrfti að koma til fólks fyrir
veturinn, örvæntu um hvort nokkurt búfé yrði óétið eftir enn einn
sultarveturinn, og sáu ekki hvernig ætti svo að endurreisa atvinnu-
líf í landinu.
skírnir
9 Með þessum hætti kynnu norrænu byggðirnar á Grænlandi að hafa liðið undir
lok, önnur eða báðar. Þeim möguleika lýsir Jared Diamond (2005) í skelfilegum
smáatriðum í bókarkaflanum „Norse Greenland´s End“. Sömu sögu má lesa í kafl-
anum „Endalok norrænnar byggðar á Grænlandi“ í bók Guðmundar J. Guð -
mundssonar (2005), Á hjara veraldar: Saga norrænna manna á Grænlandi.
Diamond ályktar mest af fornleifum í Vestribyggð. Guðmundur telur ummerki í
Eystribyggð benda á skipulegan brottflutning, en það gæti verið úrræði eftirlifenda
eftir hungurvetur þegar því síðasta af bústofninum var fórnað — í rauninni svipað
úrræði og sá flutningur Íslendinga á Jótlandsheiðar sem hér er sögð saga af.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 411