Skírnir - 01.09.2017, Síða 148
Neyðarráðstafanir
Nei, þetta dæmi vildi ekki ganga upp. Vissulega yrði þó konungur
að koma þegnum sínum til hjálpar í nauð. Konungsverslun hlyti að
leigja skip eftir því sem hún hafði tök á, ferma þau matvælum og
senda til Íslands. En sú hjálp yrði aldrei einhlít til að bægja frá skorti
vetrarlangt. Þá væri það mannúðarskylda að nota skipsrúmið til
baka til þess að flytja fólk burt úr eymdinni, og bæta um leið hag
þeirra sem eftir væru því að þá yrðu færri um birgðirnar.
Nú voru kaupskipin send til Íslands, svo ört sem tókst að út-
vega þau og ferðbúa. Þau fyrstu til Vesturlands, þar sem talið var að
hafís væri ekki lengur til baga, og mátti það þó ekki miklu muna
fyrir Hafnarfjarðarskipið Holum sem við kynntumst hér í byrjun
máls. Með því var Skúli fógeti (frægur fyrir að honum hafði aldrei
sést brugðið í sjávarháska) og Levetzow, stiftamtmaðurinn nýi.
Hann ætlaði að vitja Bessastaða, kanna ástandið og setja sig inn í
mál. En með sama skipi skyldi hann fara til baka og taka með sér
gögn embættisins. Framtíð Íslands var of tvísýn til að ætla sér að
stjórna því öðru vísi en frá Kaupmannahöfn. Skúli skyldi passa það
líka, sagði stiftamtmaður, að skilja ekki eftir embættisgögn í Viðey
þegar hann færi utan með Hólmsskipi um haustið.
Þegar farið var að senda skip til verslunarstaða á hafíssvæðinu,
frá Kúvíkum á Ströndum og austur um, var lítið vitað um aðkom-
una. Hver skipstjóri fékk með sér tvo soldáta til að halda uppi reglu
ef þyrfti, og íslenskan túlk, því að enginn vissi hvort verslunarstjóri
fyndist á lífi, sýslumaður, prestar eða aðrir sem tala mátti við á
dönsku. Ef hafís væri enn til fyrirstöðu, þá hafði hvert skip fyrirmæli
um hvar það skyldi leita hafnar í staðinn. Svo fór um verslun-
arstaðina frá Hofsósi til Vopnafjarðar að þangað tókst ekki að sigla
fyrr en síðar um sumarið, og Húnaflóahafna varð alls ekki vitjað
það árið.
Á höfnum norðanlands og austan- skyldi því aðeins skipa upp
farminum að í héraðinu væri einhver lífvænleg mannabyggð eftir.
Þar þyrftu að vera réttmætir fyrirsvarsmenn (það dugði annar hvor,
verslunarstjóri eða sýslumaður, eða tveir sóknarprestar eða fjórir
hreppstjórar) sem hefðu bærilega stjórn á fólki og gætu vottað að
412 helgi skúli kjartansson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 412