Skírnir - 01.09.2017, Page 149
413íslendingar á jótlandsheiðar?
ekki minna en þriðjungur eftirlifandi fólks væri vinnufært og hefði
eitthvert bjargræði við að styðjast, búfé eða sjósókn. Væri ástandið
verra en svo, þá skyldi engum matvælum skipa upp heldur bjóða
fólki, svo mörgu sem skiprúm leyfði, far til næsta viðkomustaðar.
Þyrfti að skilja eftir bjargarlaust fólk, af því að skipið rúmaði
það ekki eða af því að það væri of langt frá kaupstað til að ná til
þess í snatri, þá skyldi skipið koma við aftur á leið sinni til Dan-
merkur.
Á Berufirði varð niðurstaðan sú, sem og á Hofsósi og Akureyri
þegar þangað náðist, að þar væri lífvænleg mannabyggð undir for-
svaranlegri stjórn (sem var þó álitamál á Hofsósi því að þar voru
ekki réttir embættismenn í forsvari, heldur ekkjur verslunarstjór-
ans og Hólabiskups, ásamt skólameistaranum frá Hólum, en það
var látið gott heita). Á þessum höfnum var því skipað upp farmi, en
förumönnum og uppflosnuðum aumingjum, sem enginn treystist
til að framfæra vetrarlangt, var, eftir því sem til náðist, smalað út í
kaupskipin sem sneru aftur til Danmerkur að svo búnu.
Á Húsavík og Vopnafirði varð engra manna vart, og var kaup-
skipunum snúið til Eyrarbakka og Ísafjarðar samkvæmt varaáætlun.
Á Reyðarfirði var hins vegar fullt af fólki, margt af því flúið ofan af
Fljótsdalshéraði. Þar hafði hver sveitin af annarri gjöreyðst bæði af
kúm og kindum; fólk bjargaðist svo um skeið við eggjatekju og sil-
ungsveiði en flýði síðan niður á firði eftir því sem það hafði þrek til.
Þar var líka búfjárlaust en nokkurt bjargræði af útræði eftir að haf-
ísinn hvarf frá. Við þessar aðstæður var óheimilt að skipa upp farmi.
En nauðsyn brýtur lög og skipstjórinn ákvað, í samráði við versl-
unarstjóra og sýslumann, að skilja eftir nokkrar matarbirgðir, og
soldátana með til að tryggja skipulega útdeilingu þeirra, svo að fólk
þyrfti ekki að hrynja niður úr hungri meðan það biði endurkomu
kaupskipsins.
Varahöfn Reyðarfjarðarskips var Grindavík. Þar skipaði það
upp farmi sínum og kom aftur á Reyðarfjörð um miðjan ágúst. Þar
hafði fólki þá enn fjölgað því að fregnir af skipkomu og vöru-
birgðum drógu að sér bjargþrota fólk bæði sunnan og norðan af
fjörðum. Það varð því að skammta skiprúmið. Reynt var að velja
eftir mannvirðingum en sá kvarði var orðinn næsta óljós eftir sam-
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 413