Skírnir - 01.09.2017, Page 150
félagshrun síðustu missera. Hans Wiium sýslumaður réð því þá að
bjarga umfram allt börnum og unglingum, þeim sem minnst færi
fyrir á skipinu og ættu lengst líf fyrir höndum ef vel færi. Kyhn
verslunarstjóri lofaði því hátíðlega að skip yrði sent síðar um
haustið að sækja þá sem eftir væru. Það loforð gerði konungsverslun
tvær tilraunir til að efna; fyrra skipið varð afturreka eftir hrakninga
en hitt náði áfangastað undir vetur sjálfan. Aðkoman var slík að
sumir skipverjar urðu aldrei samir menn. En nú var ekki vandi að
velja hverjir ættu að ganga fyrir um flutning: þeir hressustu sem
helst var von um að lifðu af sjóferðina. Handa hinum skildi skipið
eftir nokkrar birgðir kornmetis en engum duldist að sá mannúðar-
gjörningur hafði táknræna þýðingu frekar en hagnýta.
Á vesturhelmingi landsins var ástandið stórum skárra, hafnirnar
líka fleiri og meiri aðflutningur matvöru. Búandi fólk var yfirleitt
ekki spennt fyrir að gerast flóttamenn í Danmörku, en það bráð -
þurfti að losa sig við ómaga og flakkara. Hvert skip var því fyllt af
fólki, hvort sem það fór nauðugt eða viljugt.
Jótlandsheiðar í sigti
Svo lauk þá þriðja sumri Móðuharðindanna að hátt á annað þúsund
Íslendinga hafði verið flutt til Danmerkur. Eða áleiðis til Dan-
merkur, því að allmargir farþeganna, sjúkir og langsoltnir, önduðust
í hafi. Um aðra fór eins og Skúli fógeti hafði varað við: þeir veikt-
ust af þeim margvíslegu smitsjúkdómum sem voru algengari í stór-
borginni en í strjálbýli Íslands, og varð það mörgum að aldurtila.
Fólkið hafðist við í skemmum og skálum danska hersins, flest í
Kristjánshöfn á Amakri (þar sem síðar varð utangarðs samfélagið
Kristjanía), en hópur ungmenna var fluttur vestur til Hróarskeldu
og þau „innkvarteruð“, þ.e.a.s. skipt niður á heimili sem skylt var
að taka við þeim; þannig var tryggt að þau kynntust landsháttum og
lærðu dönsku svo að þau gætu síðan túlkað fyrir landa sína.
Enn hófust fundahöld í Rentukammeri, bæði löng og ströng. Í
þessum svifum var það sem Jón Eiríksson stytti sér aldur og þurru
þá áhrif Skúla fógeta sem aldrei skorti stórhug né bjartsýni, en ráða
var helst leitað hjá Levetsow og Pontoppidan.
414 helgi skúli kjartansson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 414