Skírnir - 01.09.2017, Page 155
419íslendingar á jótlandsheiðar?
á Alheiðinni, að hafa þorpin of fá og stór þannig að mikið af land-
inu er óheppilega langt frá heimilum fólksins sem á að nytja það.
Sem síst hentar Íslendingum, þeim sem alls ekki kunna á þorpa-
byggð heldur hafa vanist því að hver fjölskylda eigi bæ í sínu túni.
Þannig er nokkuð einsýnt hvaða kosti á að bjóða Íslendingunum
á Alheiði. Þeir fá húsnæðið til afnota sumarlangt, ásamt kartöflu-
görðum og útsæði í þá, og nauðsynleg matvæli eru þeim lögð til í
bili. Auk þess timbur og verkfæri, því að nú er þeim ætlað að fara
til með fólki sínu og reisa sér bæi í íslenskum stíl úti á heiðinni. Þá
bæi geta þeir fengið til fullrar eignar, ásamt ríflegu landrými á
óræktaðri heiðinni. Þar á ofan býðst hátignin til að gefa með hverj -
um bæ tvær kýr og tuttugu sauðkindur — þó ekki fyrr en að ári því
að án fóðurs dugir ekki að taka við skepnunum undir vetur sjálfan.
Þannig spretta upp íslenskir torfbæir á jóskum heiðum, smáir
og dreifðir eins og heima á Íslandi, einir 130 talsins, byggðir úr
kóngsins trjáviði ásamt jökulsorfnu grjóti heiðanna og því afskap-
lega ónýta torfi sem hægt er að rista á stöku grasi grónum blettum.
Lyngið dugir hins vegar allvel sem árefti þegar búið er að rífa það,
þurrka og vefja í dröngla. Um haustið flytur fólk inn í þessi híbýli
en nýkomnum Íslendingum er skipt niður á húsakynnin í þorp-
unum, sem þeir fá nú til leigulausrar ábúðar í sex ár ásamt kart-
öflugörðum, en landspildur utar á heiðinni fá þeir til eignar og hafa
sex árin til að byggja þar yfir sig bæi. Fyrsta vorið fá þeir kýr og
kindur eins og hinir. Hvorum tveggja er lagt viðurværi á ríkisins
kostnað; kartöfluuppskeru sína mega Íslendingar nýta óskipta til
útsæðis.
Frá hausti 1787 á Íslendingabyggðin á Jótlandsheiðum að vera
sem næst sjálfbær. Menn læra af nágrönnum sínum að rækta og
matreiða kartöflur en standa síður í kornrækt sem þarna krefst þess
að lyngið sé brennt af stórum spildum sem síðan gefa rýra uppskeru
í fáein ár. Kýr og kindur eru komnar á bæina, af konungsins náð, og
fólkið farið að heyja eftir bestu getu. Sem er mesta basl þarna á
heiðunum þó að grasvöxtur verði nokkur í bili þar sem lyngið er
vandlega brennt niður. Þess vegna verður lítið úr kúabúskapnum
(eins og hjá Þjóðverjunum; þeir voru í vandræðum með kýrnar
þangað til þeir fóru að drýgja heygjöfina með kartöflum). Betra er
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 419