Skírnir - 01.09.2017, Page 160
vernd tungumála í útrýmingarhættu. Þið finnið danskar glósur á
fésbókinni minni.
Framtíð í Danmörku
Fólkið, sem flutt var frá Íslandi í Móðuharðindunum, komst aldrei
allt á Jótlandsheiðar. Margt dó í hafi, eins og fyrr er getið, eða
skömmu eftir komuna til Kaupmannahafnar. Annað hjarði, en of
lasburða til að senda það sem nýbýlinga vestur á heiðar. Sumt varð
líkamlegir öryrkjar, einkum eldra fólkið; annað náði sér aldrei á geði
eftir skelfingar hungursáranna. Beið hvort tveggja síns endadægurs
á framfærslustofnunum danska velferðarríkisins,16 en munaðar-
lausum börnum og unglingum var komið í fóstur á dönskum heim-
ilum. Þá voru aðrir sem áttu sér rýmri kosti en að gerast frum -
býlingar á lyngheiðum. Konunglegir embættismenn fóru á eftirlaun
og gátu sest að í Kaupmannahöfn eða öðru þægilegu þéttbýli.
Menntamenn með danskt háskólapróf leituðu sér embætta eða unnu
fyrir sér við kennslu og fræðimennsku. Nokkrar stúlkur komust í
vist hjá dönskum fjölskyldum, og vasklegir karlmenn gátu sloppið
við landnámið á Jótlandi með því að ganga í her eða flota. Einstaka
maður kom frá Íslandi með reynslu og fjármuni til að koma undir
sig fótunum í atvinnurekstri, Hans Hjaltalín t.d. sem uxakaupmaður
suður í Flensborg.
Hér við bættust Íslendingarnir sem fluttust burt af Jótlands-
heiðum eins og fyrr er á minnst. Stúlkur fóru margar í vist í Víborg
eða Silkiborg og allt suður til Flensborgar, og upp úr því í hjóna-
bönd. Leiðir piltanna liggja víðar. Sumra til Kaupmannahafnar,
enda er það eðli stórborgarinnar að soga til sín fólk um langvegu, auk
þess sem ástundun norrænna fræða gefur þeim þar ákveðin tæki-
færi sem eiga íslensku að móðurmáli. Aðrir ganga í herinn og margir
ráða sig í siglingar, meðal annars á Íslandsför; meira um það síðar.
424 helgi skúli kjartansson skírnir
16 Af þeim þekktu Íslendingar helst munaðarleysingjahælið Vajsenhus í Kaup-
mannahöfn, af því að það var (og er enn, í samstarfi við danska Biblíufélagið)
öðrum þræði bókaforlag og hafði gefið út „Vajsenhússbiblíuna“ á íslensku 1747,
þ.e. þriðju endurskoðun Guðbrandsbiblíu.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 424