Skírnir - 01.09.2017, Page 162
sæissögur um átök húsmanna og landeigenda á Jótlandsheiðum),
getið sér orð sem fegurðardísir og kraftajötnar, óperusöngvarar
austan hafs og vestan, afreksfólk í krossfit og knatt spyrnu, sókn -
djarfir viðskiptasnillingar.
Nú er talið að fjórði hver Dani, sem á annað borð kann að rekja
ættir sínar til 18. aldar, sé af Íslendingum kominn; af þeim sem eiga
ættartölu sína óslitna til miðalda er meirihlutinn afkomendur Jóns
Arasonar; og kunni dönsk fjölskylda að rekja áatal sitt til Ragnars
loðbrókar er það undantekningarlaust um íslenska landnámsmenn.
Þetta er vitaskuld enginn mælikvarði á kynsæld okkar heldur
óvenjulega rækt okkar við ætt og uppruna. Sem er í sjálfu sér þekk-
ingarauðlind enda glæsilega nýtt af vísindamönnum hjá Descent-
Genetics, líftæknifyrirtæki sem einnig heldur utan um ókeypis
ættfræðivef: Jysk Arvetøjslager.
Landið á líka sögu
Þá er enn ósögð saga Íslands eftir að leiðir skildi svo sviplega með
landi og þjóð. Þó ekki að fullu, því að bæði var skilinn eftir mann-
skapur til að hefja útróðra á vetrarvertíð 1787, og svo náðist vitan-
lega ekki að smala saman til brottflutnings hverju mannsbarni á
landinu.
Þar vantaði á tvo hópa gagnólíka. Annars vegar útilegumenn,
þ.e. sakamenn sem forðuðust mannabyggð og yfirvöld. Þeir höfðu
að vísu sjaldan verið fjölmenn stétt í landinu, í upphafi Móðu-
harðinda varla nema tvær persónur, Fjalla-Eyvindur og Halla. En á
skelfingarárunum sem þá fóru í hönd urðu þeir allmargir sem í
neyðinni gerðust ránsmenn — jafnvel mannætur. Þeir hlutu að
forðast samneyti við þann vísi að mannlegu félagi sem eftir var í
landinu, höfðust við í eyddum byggðum, féllu margir úr harðræði
en sumir náðu að bjarga sér þegar þeir sátu nógu fáir að hlunnindum
landsins: fiski, fugli og varpi.
Þá voru einstaka byggð ból í senn nógu birg að hlunnindum og
svo óaðgengileg fyrir sveltandi fjölda húsgangsfólksins að heima-
menn sæju sér þar sæmilega borgið og gætu varðveitt vísi að nýjum
bústofni, a.m.k. sauðfé og á stöku stað nautgripi. Þetta átti við um
426 helgi skúli kjartansson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 426