Skírnir - 01.09.2017, Page 165
429íslendingar á jótlandsheiðar?
vegurinn þar rekinn með búföstu vinnuafli. Sigling til Íslands var
styttri og hættuminni; því fluttu sumir enskir kaupmenn úthald sitt
þangað og ráku útgerðina með ódýru farandverkafólki frá Írlandi.
Þeir höfðu mest umleikis á Snæfellsnesi.
Þar kom 1813 að Danir gáfust upp á bandalagi sínu við Napó-
leon og sömdu sérfrið við Breta, Svía og Rússa. Þar neyddust þeir
til að sleppa Noregi, sínu ævagamla sambandslandi, sem varð að
sérstöku ríki Svíakonungs. Nú voru Ísland og Færeyjar upphaflega
skattlönd Noregs, og Svíar gátu bent á að árin fyrir stríð hefði Ís-
land verið nytjað frá Noregi ekki síður en Danmörku. Danir bentu
hins vegar á að Færeyingar hefðu lengi haft öll sín tengsl við Dan-
mörku, ekki Noreg, og Íslandsútgerðin væri í seinni tíð orðin brýnt
hagsmunamál Færeyinga. Niðurstaðan varð sú að Danmörk hélt
Færeyjum, en Bretar skyldu stýra Íslandi sem verndarsvæði: aðeins
þannig væri hægt að tryggja bæði Færeyingum og Norðmönnum
jafnan og óskertan aðgang að útgerðinni þar.
Ári síðar lauk Evrópustyrjöldinni með ósigri Napóleons og end-
urreisn konungdæmis í Frakklandi. Ríki álfunnar komu saman á
Vínarfundi til að stilla upp nýju tafli landamæra og yfirráða. Þar
komu líka til athugunar réttindi og yfirráð Evrópuríkjanna í öðrum
heimsálfum. Til dæmis höfðu Frakkar átt smáeyjar tvær við strönd
Nýfundnalands og viðurkennd forréttindi til útgerðar frá miklum
hluta strandlengjunnar. Ekkert af þessu gátu þeir nytjað meðan á
stríðinu stóð en gerðu nú tilkall til þess á ný. Bretar gátu ekki neitað
rétti Frakka en höfðu fengið sig fullsadda á flóknu samkrulli fisk-
veiðiréttinda við Nýfundnaland. Þeir fengu því Talleyrand, samn-
ingamann Frakka, til að þiggja Ísland í staðinn, með áskilnaði um
útgerðarrétt Færeyinga og Norðmanna.
Þannig stendur á því að Ísland er nú, 200 árum síðar, ein af þeim
einkennilegu „sýslum handan hafs“ (départements d’outremer) sem
tilheyra Frakklandi. Kaþólskt trúboð og franskt skólakerfi, ásamt
nokkrum kjarna franskra innflytjenda, mótuðu mannlíf hinna sund-
urleitu íbúa landsins smám saman í sinni mynd. Um tíma var þó í
landinu allstór minnihluti Norðmanna, þegar þeir nýttu sér útgerðar-
rétt sinn með stórfelldum umsvifum í síldarsöltun og hvalveiðum, en
afkomendur þeirra hafa nú aðlagast meirihlutanum franska.
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 429