Skírnir - 01.09.2017, Page 173
437gesturinn, hjörðin og gvuðið…
loks á daginn með hvaða leiðum sögumaður hefur sína vitneskju
um hagi Gests. „Það var einmitt upp úr þessu sem fór að bera á þeim
röddum meðal okkar að réttast væri að rjúfa sambandið“ (186–187);
„og reyndar var kvöl að vera í astraltengslum við þessa mannlegu,
óræðu þjáningu“ (187). Þessi lokafullyrðing, auk þeirrar að í heim-
inum séu að minnsta kosti tíu víddir, gefa lesandanum ávæning um
að það sé um einhvers konar yfirnáttúru að ræða. En það er ekki
fyrr en á allra síðustu blaðsíðum annars hluta að sögumaður lætur
loks í ljós sitt sanna eðli. Það helgast af tvennu. Í fyrsta lagi hefur
„astralsambandið“ slitnað.
Já, alltsvo, hér með virðist sambandið við vitund hins ógæfusama
kúfræðings vera að trosna svo ég næ ekki að lesa hugsun hans lengur
þar sem hann liggur í krampaflogum undir rúmi. Nú má segja að
köllun þessa hugsjónamanns, sem hvorki hefur bregðað vott né
þurrt um nokkurt skeið, snúist fyrst og fremst um að ná andanum.
(214)
Í öðru lagi eru dagar sögumanns senn á enda — sem hann og veit.
Nú þegar sambandinu er slitið milli okkar systra og kúfræðingsins, er það
með miklum trega sem ég verð að tilkynna að mínu hlutverki sem sögu-
maður mun brátt lokið. Ástæða þess er einföld, ég er nú stödd í bifreið
ásamt nokkrum systra minna á leið burt […] En hvað sem öllu líður … þá
vil ég að lokum deila með ykkur þeirri ákvörðun minni að falla hér í þessu
sláturhúsi í nafni vors ógæfusama kúfræðings … þar sem ég er nú skorðuð
af hér á bás dauðans og maðurinn með byssuna kemur nær … PLAFF.
(215–216)
Þar með er því ljóstrað upp að sögumaður kýrhlutans hafi verið
alsjáandi, alvitur og frásagnarglöð kú/kúahjörð í astralsambandi við
söguhetju bókarinnar. Sambandið er aldrei útskýrt, ekki frekar en
af hverju það féll í hlut kúahjarðar að segja sögu Gests og deyja að
lokum með nafn hans á vörunum. Skuldinni er umfram allt skellt á
skáldlegan fáránleika tilvistarinnar sem er víst næsta sögumanni ekki
alls ókunnur.
skírnir
og stuttu síðar kyngreinir hann sig: „Þegar umræðurnar voru komnar á skrið
gerðist það, okkur systrum til mikillar undrunar“ (186; leturbreyting KMÓ).
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 437