Skírnir - 01.09.2017, Page 174
Þriðji og síðasti sögumaður Handbókar um hugarfar kúa er
ekki síður óvenjulegur en sögumaður/sögukýr annars hluta. Hann
reynist vera uppvakningur sem var særður fram á 14. öld. Norna-
Gestur, en svo kallast sögumaður, kynnir sig fyrir lesanda með því
að fara á hundavaði yfir sögu sína. Hann hefur lifað „í mörg ár-
hundruð sökum nornaálaga“ (219) og segja sumir að líftími hans
„spanni alla bernsku mannkyns frá steinöld til þess tíma er ný trú
festist í sessi“ (219).7 Þetta er vitaskuld Óðinn, æðstur norrænna
guða.
Norna-Gestur tjáir lesanda að kýrnar hafi haft samband við sig
gegnum astralvitundina. „Þær báðu mig að lýsa því sem fyrir
kúfræðinginn ber, frítt við alla viðkvæmni, útúrdúra eða persónu-
leg komment, eins og reyndar var háttur okkar sögumanna fyrr á
öldum“ (219). Lesandi verður þó lítið var við sögumann fram að
blaðsíðu 232 (af 286), heldur flýtur frásögnin óhindruð áfram í
lýsingu alsjáandi og alvitandi raddar. Þau sárafáu skipti sem hans
verður vart er hann síst ágengur eins og sjá má af eftirfarandi úttaki.
„Er ekki margt um slík ferli að segja“ (220); „Mig grunar“ (220);
„Svo liðu dagar“ (228). Þetta er nánast allt innlegg sögumanns sem
hverfur svo algerlega af síðum bókar „þar sem sögumaður leggur
sig ekki eftir þeirri tísku að fara í kringum söguna sjálfa“ (232).8
Þessir þrír aðalsögumenn rekja helstu viðburðina í lífi söguhetj-
unnar, þ.e. dr. Gestur „Sigurjónsson“, kúahjörð og fornnorrænt
goð. Færa má fyrir því rök að Gestur sé á ystu nöf geðheilsu sinnar
og sé því óáreiðanlegur sögumaður samkvæmt hefðbundnum skil-
greiningum en málin vandast óneitanlega þegar ákvarða á áreiðan-
leika kúa eða yfirnáttúrlegra goða. Í bókinni The Rhetoric of Fiction
438 kjartan már ómarsson skírnir
7 Í sögunni sem hann vísar í, Norna-Gests þætti, kemur meðal annars fram að þetta
sé eineygða skáldið Óðinn. „Hyggja menn, at þat hafi Óðinn verit.“ Sjá
http://www.snerpa.is/net/forn/nornages.htm [sótt 12. júlí 2012].
8 Þetta minnir á lýsingar Halldórs Laxness um höfunda fornsagna: „Það má vel vera
að höfundar fornsagna hafi verið lærðir menn og vel gefnir, gott ef ekki heim-
spekíngar og sálfræðingar. En hafi svo verið þá forðuðust þeir eins og heitan eld-
inn að láta bera á því. Þeir segja aldrei einkamál sín í því sem þeir rita, né sýna
hvað þeim séu gefnar margar íþróttir. Þó þeir kunni latínu fara þeir með það eins
og mannsmorð“ ´(Halldór Laxness 1965:71).
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 438