Skírnir - 01.09.2017, Side 175
439gesturinn, hjörðin og gvuðið…
frá 1961 greinir Wayne C. Booth sögumannshlutverkið í kaflanum
„Types of Narration“. Að hans dómi virðist skipta mestu hvort
söguhöfundur sé persónugerður eða ekki; hversu mikilla forrétt-
inda hann nýtur; hvort hann sé sér meðvitaður um að hann segi
sögu, og loks ræðir Booth um fjarlægðir. Sögumenn eru dregnir í
dilka eftir því hve mikil fjarlægð skilur þá frá höfundi, lesanda og
öðrum persónum sögunnar.
Ýjað er að ákveðinni samræðu milli höfundar, sögumanns, ann-
arra persóna og lesanda þegar bókmenntaverk eru lesin, en vegur
þá jafnan þyngst hversu nálægt þær standa hver annarri í siðferði -
legum skilningi, vitsmunum, fagurfræði, stétt og öðru (Booth 1969:
155–156). Þar að auki rekur hann hvernig fjarlægðarhugtakið mótar
skilning okkar á sögumanni eða söguhöfundi. Sögumaður getur til
dæmis verið misnálægur söguhöfundi, persónum skáldverksins eða
lesanda, rétt eins og söguhöfundurinn, sem þarf ekki einu sinni að
deila skoðunum með höfundinum (Booth 1969: 156–158). Í sem
stystu máli játar Booth að þessi samantekt sé aðeins reykurinn af
réttunum en sér þó engu að síður ástæðu til að nefna, að þegar farið
er ofan í kjölinn á ritverkum sé aðgreining á áreiðanlegum og óá-
reiðanlegum sögumanni sú sem vegur þyngst.
Það má vera að í ljósi nytsamlegrar gagnrýni sé sú tegund fjarlægðar mik-
ilvægust sem aðskilur mistækan eða óáreiðanlegan sögumann og sögu-
höfundinn en álit hans á sögumanni er leiðandi fyrir lesandann. Því sé
tilgangur þess að yfirvega sjónarhorn sá að koma auga á tengingar við
skáldlega verkan, hafa siðferðilegir og vitsmunalegir eiginleikar sögumanns
vissulega meira að segja um mat lesanda heldur en hvort vísað sé til hans
sem „ég“ eða „hann“, eða hvort hann njóti forréttinda eða sé takmarkaður.
Komi það á daginn að honum sé ekki treystandi, þá umbreytast heildar-
áhrif verksins sem hann miðlar til okkar. Vanefnum þess íðorðaforða sem
snýr að slíkum fjarlægðum sögumanna er vart við bjargandi og sökum þess
hve okkur er orða vant, hef ég kosið að kalla sögumann áreiðanlegan þegar
hann mælir eða hagar sér í samræmi við viðmið verksins (það er, viðmið
söguhöfundar) en óáreiðanlegan þegar hann gerir það ekki. (Booth 1969:
158–159)9
skírnir
9 Þýðing KMÓ.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 439