Skírnir - 01.09.2017, Síða 178
Fyrsta erindið er traustsyfirlýsing á hinn íhugula einstakling. En í heild
sinni er ljóðið leikur að tvenndum, andstæðum og togstreitu. Það er
óður til einstaklingsins og heildarinnar, einveru og samkennd ar. Það
er traustsyfirlýsing á manneskjuna sem stendur á móti straumnum en
á sama tíma leiðarvísir að samheldni. Það flytur einfaldan boðskap:
allir hlutir tengjast — sjáðu þig í heiminum, heiminn í þér.
Með þessi leiðarorð í farteskinu má lesa sögu Gests sem sam-
yrðingu þess félagslega (ytra) og þess persónulega (innra), samfara
því sem „handritið“ segir af menningarsögu hins vestræna heims.
Eftir því sem handriti Gests vindur fram og hann færist nær samtíma
okkar hrakar heilsu hans að sama skapi. Allir hlutir tengjast.
Sjáðu þig í heiminum, heiminn í þér
Í Ríki Platóns þar sem samanburður er gerður á ríki og einstaklingi
greindi Sókrates sálarlífið í þrennt: göfgina, rökvísina og löngunina
(Platón 2009: 345). Sókrates segir að miðþátturinn, rökvísin, taki
mið af hinum tveim, göfginni og lönguninni og stillir svo „saman
þættina þrjá eins og höfuðtóna tóntegundar, háan, lágan og miðtón“
(Platón 2009: 350). Með slíkum hætti, sé jafnvægi milli þáttanna,
verði ríkið og maðurinn, „fullkomlega eitt í stað margs, hófstilltur
og samstilltur“ (Platón 2009: 350). Það má heyra þessa hugsun berg-
mála í Gesti þegar hann hefur á orði að það „varð að vera ákveðið
jafnvægi milli heilögu og heiðnu kýrinnar í félagi manna, ef það átti
að haldast, og eins í hverjum manni, ef hann átti ekki að breytast í
ófreskju“ (61). Þar á ofan má sjá margt líkt með ræðu Sókratesar og
kenningum Sigmunds Freud sem greindi sálarlífið, rétt rúmum tvö
þúsund árum síðar í yfirsjálf, sjálf og það. Það-ið sagði hann frum -
stæðasta hluta persónuleikans, aðsetur hvatalífsins, svo sem kyn-
hvatar, árásarhneigðar og hungurs. Það er algerlega ómeðvitað.
Yfir sjálfið er hins vegar eins konar ígildi samvisku og geymir þær
hugmyndir sem maður hefur um reglur samfélagsins, hvað sé rétt og
hvað sé rangt. Yfirsjálfið er hálft í hvoru meðvitað og ekki. Loks er
sjálfið eins lags miðpunktur persónleikans og reynir að þjóna
báðum herrum, yfirsjálfi og það-i. Síðar meir átti Freud eftir að bera
þessa staðfræði sálarlífsins saman við menningu/samfélag og segja
442 kjartan már ómarsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 442