Skírnir - 01.09.2017, Page 185
449gesturinn, hjörðin og gvuðið…
Líti maður yfir bréfin sem móðir Gests sendir foreldrum sínum á
fjögurra mánaða millibili sést að hún sest að í Kristjaníu og sjá má
töluverða breytingu á samskiptum þeirra mæðgna með því einu að
líta á ávarp þeirra og kveðju.17 Hið fyrra hefst á einföldu kveðjunni
„Hæ“ en hið síðara hefst á harðorðri yfirlýsingu: „Þið hafið svikið
mig“. Sömuleiðis breytist kveðja bréfanna. Fyrsta bréfið endar ein-
faldlega á undirskrift Kristínar en hið síðara á fullyrðingunni: „Þetta
er stríð“.
Þessi þrjú bréf segja hliðarsögu fjölskyldu Gests, hvernig Gestur
hefur verið „foreldrum“ sínum byrði allt frá því hann var getinn,
sbr. fyrsta bréfið: „ef ég hefði farið í fóstureyðingu eins og þið
vilduð“. Gestur vex úr grasi í þeirri trú að amma hans og stjúpafi séu
foreldrar hans og veit engin deili á móður sinni. Bréfin virka hvort
tveggja sem sjálfstæður forleikur meginfrásagnarinnar en einnig sem
sundurlaust stoðefni hennar. Gestur hefur verið utanveltu allt frá
fæðingu sem kann að skýra af hverju hann kýs að hverfa burt frá
vinum sínum og fjölskyldu og leita á náðir einverunnar. Strax á
fyrstu blaðsíðu er hann farinn að tala um þennan flótta þegar hann
talar um Hvalfjörðinn sem skammæra „lausn frá siðmenningunni“
(15). Örstuttu síðar í skjóli hins framleidda skógs í Heiðmörk talar
hann svo um að „nú mátti maður gera allt það sem siðmenningin
bannar manni“ (30) og pískar sig með birkihríslu til þess að finna til
lífsins: „það var gott, það leysti um, ég var ræfill og átti skilið slíkt
smelli-smullu-small, allt þar til ég fann til með sjálfum mér“. En
gráglettan er fólgin í því að loks þegar hann finnur til lífsins, í andar-
takslausn frá kvöðum samfélagsins, rennur það úr greipum hans
aftur. „Ég hafði kallað fram viðbrögð, ég var til […] en málið var að
skírnir
17 Auk þess að vera dagsett eru bréfin merkt ritunarstað. Þannig skapast viss um-
frammerking, sem tengist fyrirframgefnum hugmyndum ýmissa lesenda um
staðina tvo. Fyrsta bréf móður Gests er skrifað á Seltjarnarnesi, sem oft hefur
verið tengt efnahagslegri velmegun (sér í lagi ef hugsað er til áherslu bréfanna að
foreldrar hennar séu lögfræðingar (og sér í lagi ef maður alhæfir að allir
lögfræðingar séu auðugir)) en hin sem koma síðar eru merkt sérríki Kaup-
mannahafnar, Kristjaníu. Kristjanía hefur lengi vel verið kennd við hugmynda-
fræði bóhemsins og blómamenningar hippanna þar sem frjálsar ástir og
eiturlyfjanotkun voru félagslega viðurkennd. Sumsé, með grófri einföldun má
líta á leið Kristínar sem ferð úr öskunni í eldinn.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 449