Skírnir - 01.09.2017, Page 188
leið þjóðareinkenni eða eins konar hugsanamynstur í íslenskri
menningu sem jafnframt lifði í okkur nútímamanneskjum, sagan
væri í okkur og kýrin væri í okkur“ (33–34). Hann bætir loks við:
„[Þ]að er ekki hægt að fjalla um kýr án þess að fjalla um menningu
líka“ (35).
Þótt ekki væri nema fyrir þetta matarboð mætti færa rök fyrir því
að þegar Gestur talar um kýr sé hann raunar að tala um menningu.
Með einfaldri afleiðslu væri svo hægt að bæta um betur og segja að
þegar kýrin talaði, talaði menningin. Rökfræðilega væri þessi yrðing
fullkomlega jafngild. Kvöldið endar skyndilega og án þess að
nokkur hafi fengið að gæða sér á eftirréttinum því Gestur verður
hömlulaus þegar hann byrjar að tala um kýrnar sínar. Þau Cather-
ine rífast fyrir framan gestina sem afsaka sig og kveðja í flýti.
Kvöldið er ónýtt. Catherine grætur og Gestur veit upp á sig sökina.
Hann veit að hann gekk of langt en hafði „haldið áfram því það var
eitthvað í [honum] sem vildi ekki lifa eftir reglum mannanna, það var
eitthvað inni í [honum] sem var búið að fá nóg“ (39).
Reglur manna eru það sem almennt kallast lög, mannasiðir,
siðfræði, boðorð, jafnvel hugmyndafræði og þær ákvarðast af stað
og sögulegum tíma. Tími Gests er tími hormónakýrinnar, en Gestur
hefur skipt mannkynssögunni niður eftir því hvaða kýr er mest ein-
kennandi fyrir hvert tímabil, í samræmi við kaflaskiptingar bókar-
innar/handritsins. Þegar rannsóknin er komin vel á veg fara höfuð -
einkenni hormónakýrinnar, tvöfeldnin, að birtast Gesti í einu og
öðru. Í setningunni: „Hin vaxandi áhersla á gerilsneyðingu [verður]
samofin öðru ferli sem snýst um útþynningu og gæðarýrnun sjálf-
stæðis og frelsins, bæði hvað varðar innra líf mannsins og samfélagið
almennt“ (203), birtist skýr mynd af þeirri togstreitu sem Gestur
stríðir við. Hið innra vill sitt en samfélagið eða hið menningarlega
yfirsjálf sömuleiðis. Samfélagið heimtar að maður sé virkur og hress
og svari því að maður hafi það fínt þegar spurt er frétta. En Gestur
hefur það alls ekki fínt því eitthvað úr fortíðinni plagar hann.
Fortíðin lifir í okkur hvort sem okkur líkar það betur eða verr og
atvikið í Hvalfirðinum í byrjun bókar hefur vakið upp bældan kvíða
sem rekja má til skilnaðar Gests við móður sína og kyrkingslegt
uppeldi fósturforeldra hans. Þessi innbyrgði sársauki hefur hamlað
452 kjartan már ómarsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 452