Skírnir - 01.09.2017, Page 191
455gesturinn, hjörðin og gvuðið…
Þegar Gestur byrjar á handritinu er markmiðið að tengja þró-
unarsögu kúnna við menningarsögu mannsins. Hann byrjar á úrux-
anum forna „BOS PRIMIGENIUS, sem allar kýr rekja ættir til“
(27) og þaðan liggur leiðin til BOS TAURUS, fyrsta uxans sem
tókst að temja. Upp úr því fer Gestur að bræða með sér að það sé
vafalaust vegna þess uxa, BOS TAURUS, að maðurinn fór úr lenda-
skýlu og smeygði sér í kjól og hvítt. Tamdi uxinn
var forsenda þess að litlir flokkar manna gátu hafið fasta búsetu og
eignuðust höfuðstól sem gerði afkomu þeirra tryggari. Í stuttu máli sagt:
Kýrtamningin gerði manninn hægt og bítandi að þeim fitugljáandi öryggis-
fíkli sem hann var orðinn og jók drambsemi hans í takt við steinsteypu-
heim vekjaraklukkunnar sem hann hafði byggt upp með vaxandi hraða.
(40)
Athyglisvert er hvernig Bergsveinn skapar andstæður milli fortíðar
og nútíðar með hugmyndasögu Gests. Gestur veltir fyrir sér í hvaða
skyni kýrin var gerð heilög á sínum tíma og með eftirgrennslan
kemst hann að þeirri niðurstöðu að arískir hirðingjar sem áttu
stórar kúahjarðir hafi orðið þess varir að nautin sem þeir héldu
gengu á landið sem þeir lifðu á. Sökum þess hafi þeir hætt að borða
nautakjöt, til að vernda jörðina, og jafnvel stofnað heil trúarbrögð
í kjölfarið. Þessari sögu er svo mætt með annarri úr samtímanum,
eins konar textalegri útgáfu af myndfléttu Sovétskóla-kvikmynd-
anna.20
skírnir
frásögnin og lausnar-herrafrásögnin. Spádóms-herrafrásögnina má rekja til
Hegels og hverfist að mestu um að tilveran, eða „andinn“ eins og Hegel komst
að orði, tæki framförum með því að auka við sig þekkingu. Lausnar-herrafrá-
sögnin er ólík að því leyti að þar er þekking ekki takmark tilverunnar heldur
grundvöllur hennar. Grundvöllur frelsis. Herrafrásögn er í stuttu máli eins konar
saga hugmynda og atburða með stóru S-i.
20 Sovéskir kvikmyndagerðarmenn, Sergej Eisenstein þeirra á meðal, héldu því fram
á þriðja áratug 20. aldar að kvikmyndin gæti miðlað óefnislegri hugmynd með því
að klippa saman tvær myndir sem áttu hugsanlega ekkert skylt hvor við aðra.
Frægt er t.a.m. þegar Eisenstein klippir senu þar sem kýr er skorin á háls saman
við senu þar sem keisaraherinn skýtur með byssum á varnarlausan almúgann í
myndinni Verkfall frá 1925. Samsláttur myndanna átti að skapa þá hugmynd að
fólkinu væri slátrað eins og skepnum, en án þess að segja það berum orðum.
Stundum er þetta kallað díalektísk myndflétta vegna þráttahugtaks Hegels.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 455