Skírnir - 01.09.2017, Page 192
Nákvæmlega sama eyðileggingin á sér nú stað á heimsvísu. Ekkert gengur
meira á gróin landsvæði og regnskóga en nautgriparækt og ekkert mengar
grunnvatnið meira. Allt er þetta gert í nafni þess að framleiða ódýrt kjöt,
meðal annars í Makkdónaldshamborgarana sem fólk í öllum borgum
heimsins kaupir fyrir börnin sín — börnin sem erfa jörðina. (41–42)
Til að gera langa sögu stutta á sambærileg þróun sér stað í rannsókn
Gests. Hann fer koll af kolli kúa og finnur tengingar milli auð -
hyggju og kýreldis. Hann spinnur þráðinn samviskusamlega þar til
hann kemur að náðarkúnni, sem hann spyrðir við kenningar Max
Weber um skyldleika mótmælendatrúar og kapítalisma (t.d. Weber
2002). En Gestur segir meira blóð í kúnni, að kýrnar sýni hvernig
leiðir skildi „með kapítalisma og náttúru strax í upphafi […] að
manngerð hugsanakerfi, einkum með rætur í grískri rökvísi, hlyti að
vera náttúrufjandsamlegt og náttúran hlyti að jafna vegina að end-
ingu og snúast gegn ónáttúrunni“ (165). Þennan þráð tekur hann
upp í síðustu kúnni: Hormónakúnni. Hana segir Gestur vera tal-
andi dæmi um hugsunarhátt auðhyggjunnar og kallar hana jöfnum
höndum kapítalísku kúna, því hugmyndafræði „kapítalísku kýr -
innar er hugmyndafræði prótótýpu-kapítalistans Benjamíns Frankl-
ins sem var fyrstur til að orða að „tíminn væri peningar““ (179).
Slóvenski heimspekingurinn Slavoj Žižek hefur bent á athyglis-
verða leið til þess að komast að grunnformgerð frásagna og tekur
kvikmynd Hitchcock, The Birds (1963), sem dæmi. Hann leggur til
að maður ímyndi sér kvikmyndina án fuglanna og þannig komist
maður að djúpgerð sögunnar, hvað sitji eftir þegar marsípanið hefur
verið skafið af kökunni (Fiennes 2006). Ef við tökum lítið brot úr
einni af ræðum Gests og fjarlægjum orðið „kýr“ úr textanum, má
sjá að það sem eftir stendur er hrein hagsaga.
Á þessum tíma verður exteríörið, hið ytra ráðandi í pólitík í allri … rækt,
það er útlitið, bygging … og samsvörun sem allt snýst um og vísar til út-
valningskenningarinnar. Síðar meir, þegar hugmyndin um aukin afköst
festist í sessi, snýst allt um framleiðslugetu …, og það nýjasta er að maður
talar um róbótavænleika. (35–36)
Af þessu litla dæmi má sjá að líkt og lesa má ævisögu Gests úr bréf-
unum sem sjálfstæða sögu má einnig líta á „handrit“ Gests sem sögu
456 kjartan már ómarsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 456