Skírnir - 01.09.2017, Síða 193
457gesturinn, hjörðin og gvuðið…
innan sögunnar, tilraun til að skipa niður hugmyndasögu kapítal-
ismans. Handritið verður þar af leiðandi, eins og bréfin, að aðferð
sem Bergsveinn beitir til þess að koma upplýsingum á framfæri sem
annars myndu una sér illa innan sögunnar. Í stað þess að lesandi
þurfi að plægja sig gegnum siðapredikanir og samfélagsbölmóð er
gagnrýnin sett í sparifötin, eða fjósagallann réttara sagt. En þar með
er ekki allur broddur úr henni. Söguhetja Bergsveins gerist ekki
minni maður en sagnfræðingurinn Francis Fukuyama, þótt hann
hræki jafnvel hraustlegar og spái ekki aðeins endi sögunnar heldur
heimsins alls.21
Gestur dregur þá ályktun af kúarannsókn sinni að hún sýni
„hvernig heimsmynd okkar og hagkerfi, grundvölluð á nákvæm-
lega sömu kenningum og nautgriparækt, myndu hrynja rétt eins og
spáð væri að hin þaulræktuðu kúakyn Vesturlanda myndu hrynja“
(165). Og greiningin virðist rétt í ljósi þess að lesandi lifir á tímum
kapítalísku kýrinnar — túrbókapítalísku blákýrinnar frá Belgíu.
Heppilegustu birtingarmyndar nútímans.
Ef kapítalíska kýrin snerist um lágan fóðurkostnað sýndi sú túrbókapítal-
íska hvernig afkastaaukningartrúin hafði valtað yfir hagkvæmnistrúna með
sínum fóðurbæti, hormónum og genaíhræringum. Blákýrin hélt áfram að
vaxa, langt út fyrir mörk náttúrunnar sem beinagrindin setti — hún var
mynd af tímum sem teygðu mörkin æ meira og virtu lífið að sama skapi
minna — jafnvel Grikkirnir hefðu grátið í sínum mussum hefðu þeir séð
þvílíka misþyrmingu hlutfallajafnvægisins, þar sem útblásið rassgatið var í
engu samræmi við haus eða fætur skepnunnar […] Framtíðin var þetta
þunglynda kjötfjall rekið áfram með rafhundum og stuðkylfum Og … þá
var óséð hvernig mönnum myndi hefnast fyrir genaíhræringar og horm-
ónagjafir. Kannski var það neytandinn, innbyrðir ónáttúrunnar sem myndi
gjalda fyrir þær með heilsu sinni? Kannski yrði hann þunglyndur og fullur
svartrar uppgjafar eins og þessar skepnur arðrændar öllum vilja og göfgi,
ræktaðar í nafni framleiðsluaukningartrúar við alkul mannlegrar hlýju.
(205–206)
Það er þessi kýr, sögumaður, tíðarandinn sjálfur sem tjáir lesanda í
lok annars hluta að dagar hans séu taldir, að hann sé á leið í slátur-
skírnir
21 Sbr. Francis Fukuyama, The End of History and the Last Man, 1992.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 457