Skírnir - 01.09.2017, Page 199
463gesturinn, hjörðin og gvuðið…
nornaálaga, sem mæltu fyrir að ég skyldi lifa jafn lengi og kertisstubbur
einn sem logaði við vöggu mína. (219)
Kveiki lesandi ekki strax á perunni eru nægar upplýsingar í kynn-
ingu sögumanns til þess að þefa uppi hver hann er. Norna-Gests
þáttur er um sjö hundruð ára gömul íslensk fornsaga. Þar segir af
Norna-Gesti sem er í slagtogi með Ólafi Tryggvasyni, rétt eins og
sögumaður segist hafa verið og þar kemur líka fyrir sagan af kert-
isstubbnum.23 Norna-Gestur er Óðinn, æðsta goð heiðinnar trúar.
Algeng túlkun á Norna-Gesti er að hún sé táknsaga um aldahvörf,
þegar nýi tíminn (kristni) tekur við af þeim gamla (heiðni). Tíma-
mótatáknmynd Norna-Gests helgast af því að þrátt fyrir að hann
hafi alla burði til þess að vera eilífur, svo lengi sem hann brennir
ekki kertið, ákveður hann að segja ævi sinni lokið skömmu eftir að
hann hefur hlotið skírn til nýs siðar. Sögumaður þriðja hluta dregur
að vísu þessa túlkun Norna-Gests þáttar í efa.
Skrifararnir gömlu kenndu að ég hefði að lokum tekið upp trú hjá Ólafi
Tryggvasyni Noregskonungi og dáið úr því. Það er gróf einföldun eins og
bókmenntafólk grípur til í frásögum, því raunin er sú að ég lifna við í hvert
sinn sem einhver ákallar anda minn til þjónustu. (220)
Hina grófu einföldun má túlka á tvo vegu. Annars vegar að Norna-
Gestur hafi hvorki tekið skírn né látist skömmu síðar.24 Hins vegar
að Óðinn, eða hinn heiðni hugsunarháttur, sé langt í frá útdauður,
hann lifi enn með/í okkur. Það er maður annarrar heimsmyndar
sem segir okkur sögu þriðja hluta. Heiðingi. Skarpar andstæður
hafa verið reistar milli „réttrar“ kristinnar trúar og „rangrar“ heið -
innar trúar í ræðum og ritun Gests. Sé aðeins gripið niður í jólaboð
foreldra hans á Nesinu í fyrsta hluta má sjá þessar andstæður
ítrekaðar.
Í raun er ekki hægt að sjá nútímafólk sé annað en heiðingjar og eina kristna
elementið sem lifir í okkur sé dobbeltmórallinn […]
skírnir
23 Þess má geta að í upphafi bókar er formaður Norræna útvarpssjóðsins, sem fjár-
magnaði handrit Gests, kynntur sem Ólafur Tryggvason (bls. 21).
24 Ef við gerum ráð fyrir einföldu orsakasamhengi að A (skírn) leiði til B (dauði)
þykir mér eðlilegt að Ekki-B sé afleiða Ekki-A.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 463