Skírnir - 01.09.2017, Page 201
465gesturinn, hjörðin og gvuðið…
Súrsaðir heiðingjar
Frásagnarmáti Fjóssins kann að reynast torfær í fyrstu, með sínum
súrrealísku/órakenndu hólum og holtum, en að vandlega athuguðu
máli má sjá að hann gæti ekki á annan veg verið. Skömmu fyrir út-
komu Handbókar, árið 2009, birtir Bergsveinn grein í vorhefti
Skírnis sem kann að varpa dálitlu ljósi á þriðja sögumanninn og það
órakennda yfirraunsæi sem fyrirfinnst í Fjósinu (Bergsveinn Birgis -
son 2009b). Í greininni rekur Bergsveinn fagurfræði elstu drótt -
kvæða og sýnir hliðstæður þeirra og framsækinna evrópskra lista-
manna, sér í lagi súrrealista í upphafi 20. aldar. „Ein djúpstæðasta þrá
súrrealista var að grafa undan ríkjandi tæknimenningu og hverfa
aftur til uppsprettna mannsins“ (Marinetti, Majakovskij, Marc,
Tzara, Breton o.fl. 2001: 15). Minnist maður þess hugmynda fræði -
lega rofs sem á sér stað í lok annars hluta — slátrun horm-
ónakýrinnar — er þessi þróun yfir í súrrealismann ansi rökleg (eins
refhvarfalegt og það hljómar).
Súrrealisminn er nátengdur dadahreyfingunni sem spratt upp í
lok heimsstyrjaldarinnar fyrri sem andsvar við þeirri rökhugsun
sem gat réttlætt dauða og limlestingar milljóna manna. Upphafs-
menn hreyfingarinnar kölluðu eftir nýjum viðhorfum til lífs og lista.
„Í stað þess að taka til frjórrar og söluvænnar nýsköpunar innan
einangraðs sviðs listarinnar lýsir hugtakið [framúrstefna/fr. avant-
garde: ísl. framvarðarsveit] eins konar listrænum skæruhernaði
gegn borgaralegri menningu“ þar sem rökleysunni er hampað á
kostnað skynseminnar“ (Marinetti, Majakovskij, Marc, Tzara, Bre-
ton o.fl. 2001: 27–28). Bergsveinn bendir í grein sinni á doktorsrit-
gerð frá 1908 þar sem talið er að framandgerving hafi verið norður-
búum sérstaklega kær því að í henni búi flótti frá ómannúðlegri og
ógnvekjandi náttúru. „Norðurbúinn fann sér griðastað í fantasí-
unni; listræn tjáning hans hverfist um það að afskræma birtingar-
form náttúrunnar í því skyni að skapa sér andlegt rými“ (Berg -
sveinn Birgisson 2009b: 140). Þegar hugsjónamyllan sem malar allt
og alla í kvörn hagvaxtar og lífsgæðakapphlaups missir bitið og
hormónakýr hugsunarháttarins er leidd til slátrunar er aðeins hægt
að snúa sér á hinn pólinn til að leita svara: „aftur til hins frumstæða
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 465