Skírnir - 01.09.2017, Page 202
— til mannshugans í náttúrulegu, kreddulausara ásigkomulagi“
(Bergsveinn Birgisson 2009b: 152).
Hér var draumurinn, barnið og hinir „frumstæðu“ menningarheimar, dýr -
mætustu vörðurnar á veginum til frelsins frá hinu borgaralega skynsemis-
lífi rökvísinnar, sem firrti manninn í raun sambandi við sjálfan sig, eða öllu
heldur undirmeðvitundina, sem súrrealistar þakka Sigmundi Freud fyrir
að hafa „enduruppgötvað“. (Bergsveinn Birgisson 2009b: 145)
Súrrealistar og sálkönnuðir lögðu ríka áherslu á mikilvægi dulvit-
undarinnar, þá hugmynd að ómeðvituð sálarstarfsemi væri jafn-
mikilvægur hluti í mótun hugverunnar og sú meðvitaða. Freudísk
mörk sálarlífsins — þaðið, sjálfið og yfirsjálfið — skarast. Þessa
jöfnu áherslu á hlutveruleika og sálarlíf má greina sem eitt undir-
stöðuatriði þriðja hluta þar sem bróðurpartur hans gerist einmitt í
huga Gests. Leitin inn á við hafði verið undirbúin í kýrhlutanum,
þegar Gestur spyr ógæfumann sem hann hittir í strætisvagni: „Hvað
ef ég er ekki manneskja þótt ég líti út fyrir það? Hvað ef ég er fjós
fullt af skít?“ (149). Það leikur enginn vafi á því að ógæfumaðurinn
er sögumaðurinn Óðinn. Útlit hans minnir meira að segja á gamlan
seiðkarl.
Skeggið var eins og hárið, rytjulegt og gisið og náði niður á bringu, grá hár
í brúnu hárinu og sami litur á löngum uppsveigðum augabrúnum […] Augu
hans voru sérstæð, það var engu líkara en þau kæmu hvort öðru ekkert við.
Þau áttu ekkert sameiginlegt […] annað augað starði á hann undir hrukk -
uðu enninu, það var ógnandi í hreinleika sínum og geilsaði af meðaumkv-
un. Hitt var dregið í pung og leit undan, rauðleitt eins og í brotnum manni
og svefnlausum leitandi einskis í augum annarra. Honum fannst ógæfu-
maðurinn horfa beint í hug sinn svo hann varð hræddur. (147–148)
Eins og margur kann að muna fórnaði Óðinn öðru auganu fyrir
spádómsgáfuna, en ógæfumaðurinn veit að Gestur á dóttur og lýsir
fyrir honum atburðarás þriðja hluta bókarinnar. „Ég veit þig hefur
dreymt sálu þína í formi fallegrar stúlku sem þú leggur á flótta með.
Flóttinn er óttinn. Láttu þá ná þér í draumnum. Láttu þá drepa þig.
Það er best“ (149). Allt á þetta eftir að rætast eins og síðar kemur í
ljós. Allt stuðlar þetta að stundinni þegar Gestur gengur inn í annan
heim og leysir úr sálarflækjum sínum.
466 kjartan már ómarsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 466