Skírnir - 01.09.2017, Síða 209
473íslenska eða ís-enska
dæmið er nýtt nafn á Ferðaþjónustu bænda. Nú heitir fyrirtækið
,,Hey Iceland“. Þjónustuumsvifin eru mest á þeim tíma árs sem
forðum hét ,,heyannir“ en ekki er víst að þetta ráði nýja nafninu.
Líklegast verður að telja að hér sé engilsaxnesk upphrópun, kallað
á ensku á vænlega viðskiptamenn.
Í annan stað birtist staða íslenskunnar um þessar mundir í því að
enskusettar tölvur, tölvusímar og önnur snjalltæki eru leikföng og
samskiptatæki barna og unglinga. Þar ræður enska sem stýrimál.
Boð, skýringar og skeyti, skipanir, aðrir grunnþættir og skilaboð,
eru á ensku í tölvu- og snjalltækjanotkun. Mörg dæmi eru um
íslensk börn sem þykir auðveldara að bregða enskunni fyrir sig í
samtali heldur en að leita í hug sér að íslenskum orðum. Þetta styðst
líka við þá þjóðhætti að enskan glymur öll kvöld, og jafnvel liðlang-
an dag, í sjónvörpum og útvörpum á heimilum landsmanna. Hér er
tekið dæmi af börnum, en sambærilegar sögur er líka að segja um
uppvaxið fólk í daglegum háttum. Sumir segja að enskan sé í raun
orðin ráðandi tungumál á Íslandi ef allt er metið saman.
Allt þjóðlíf, lifnaðarhættir og samskipti eru orðin fjölþjóðleg.
Sú einangrun eða fjarlægð frá útlöndum og útlendingum sem áður
markaði mannlíf á landi hér er horfin. Varla munu menn sakna
þessa. Við viljum vera menn með mönnum. Við vitum af reynslu
að frjáls alhliða samskipti og opnun eru okkur lífsþörf til að sam-
félag okkar og þjóðmenning standist og dafni. Lífsjör og menning
eflast við opnun og samskipti við aðra. Dagleg vitund almennings
er orðin fjölþjóðleg og mótuð af skilaboðum og upplýsingum sem
berast á enskri tungu. Frá fyrsta fari, meðan börnin eru að ná fyrsta
valdi á talmálinu, glymur enskan í eyrum og hún berst að augum
strax þegar þau byrja að stauta.
Þetta er ekki rakið hér til að hneykslast heldur er þetta raunsönn
lýsing. Hvarvetna ráða fjölþjóðlegt umhverfi og sjónarmið og berast
yfirleitt að á ensku: Mataræði, klæðnaður og tíska, kvikmyndir og
sjónvarp, dægurtónlist, orlofsferðir, tækni og áhöld, lesefni, skemmt-
anir og afþreying, áhugamál, íþróttir, listir, heimilisbúnaður, mennt-
un, vísindi og fræðileg efni, fyrirmyndir um neyslu og hegðun og
lífsstefnu, o.s.frv.
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 473