Skírnir - 01.09.2017, Page 210
II
En þetta á ekki aðeins við um Íslendinga. Þessi sama framvinda sést
greinilega um öll Norðurlönd og víðar. Áhrif enskunnar á norrænar
þjóðtungur aðrar en íslensku eru orðin mjög víðtæk og almenn.
Svíar tala um ,,svengelsk“ og Danir um ,,danglish“. Norska á um-
liðnum áratugum er gerbreytt frá því sem var áður, ekki síst í
algengum orðasamböndum, aðfengnum orðstofnum og orðaforða
yfirleitt. Á síðustu árum virðast menn alveg hættir að gera athuga-
semdir við þetta. Fjölþjóðlegt tungutak þykir vel við hæfi og bera
vitni um þekkingu og tök á viðfangsefnum.
Norræn systkin okkar innbyrða allan hentugan nafnorðaforða
enskunnar og mörg lýsingarorð um viðskipti og tækni, vísindi og
fræði, listir og íþróttir, efnahags- og atvinnumál, menningar- og
samfélagsmál og stjórnmál, heilbrigði og lækningar, tísku og afþrey-
ingu, og um fleiri svið. Í öllum þessum viðfangsefnum er orða-
forðinn, í nafnorðum og nokkuð í lýsingarorðum, í vaxandi mæli
orðinn sameiginlegur, en frávik að vísu í framburði og hljómfalli.
Að verulegu leyti verða þessi nýju aðföng Norðurlandamálanna
rakin, yfir enskuna, til forngrískra og latneskra stofna og eru því
líka samstofna við orðaforða í rómönskum málum og víðar.
Allir vita að ekki hafa Norðurlöndin sokkið í sæ við þetta,
heldur vegnar frændþjóðum okkar ágætlega. Skandinavískri menn-
ingu hefur ekki hnignað en hún hefur breyst og að mörgu leyti eflst.
Fyrir kemur að heyrist að einhver sérstaða hafi minnkað eða horfið,
en flestir í þessum löndum munu á einu máli um að mest sé um vert
að ,,fylgjast með“ og taka þátt í ,,nútímanum“. Við lifum á tíma-
skeiði hraðfara alþjóðamótunar í menningarmálum, ekki síður en á
öðrum sviðum þjóðlífs og hagkerfa.
III
Þrennt verður að nefna sérstaklega. Í fyrsta lagi er það samfélag nú
á förum sem mótaðist hér á landi að mestu leyti af sveitavinnu,
handverki, fiskvinnu og útvegi. Fólk ólst upp við móðurmálið, sög-
una, fjöllin og gróðurmoldina, árstíðirnar og veðrið, gamlar sagnir
474 jón sigurðsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 474