Skírnir - 01.09.2017, Page 211
475íslenska eða ís-enska
og vísur, kirkjuna, ýmis stef úr þjóðararfinum, búsmalann og önnur
dýr, fiskinn og miðin — og allt var þetta ein lífræn og lifandi
vitundarheild. Fólki fannst, ósagt og jafnvel aðeins hálfvitað, að
þetta ætti allt eðlilega saman. Og svona ætti það að vera. Í þessu öllu
voru kjarnlægir þættir í íslenskri þjóðmenningu, í því að vera
Íslendingur. Fólk af þessum kynslóðum hefur enn í sér tilfinn-
ingaleg áhrif sem það ræður ekki við og hefur viljað varðveita með
sér. En þessar kynslóðir eru á förum. Allt önnur áhrif og aðstæður
móta þau sem yngri eru og taka við búi.
Í öðru lagi er miklu meiri hraði í samskiptum og allri fjölmiðlun
en áður var, miklu meiri spenna og eftirrekstur. Þetta getur auðvitað
snert gæði. Vandvirkni í máli, nákvæmni og andlegt hreinlæti víkur.
Ársbundin tíska, kvikmyndir og fjölmiðlar á hverfanda hveli móta
tungutak og málnotkun almennings. Alkunnugt sjónarmið ensku-
mælandi manna vestan hafs og víðar hefur náð almennri viður-
kenningu hérlendis: Það nægir alveg að skilaboðin berist einhvern
veginn og skiljist í aðaldráttum. Stundin er hraðfleyg, flest gleymist
fljótt, og áður en varir er athyglin farin annað. Allra síst förum við
að eyða ráðrúmi okkar í eitthvert reglustagl. — En fyrir metn-
aðarfullt fjölmiðlafyrirtæki er þessi ógnarhraði hætta og vandamál.
Sama hlýtur að eiga við um stjórnvöld sem hafa þjóðmenningar-
legan metnað, þótt skammtaður kunni að vera.
Í þriðja lagi er nærvera enskunnar yfirgnæfandi og allt-um-
faðmandi. Þjóðtungan þokast úr öndvegi í vörn á höllum fæti.
Mælistikur enskunnar færast yfir á þjóðtungu okkar eins og aðrar
tungur smáþjóða, líklega án þess að við tökum eftir því. Orðabókar-
þýðing orðs úr ensku festist án tillits til eiginlegrar merkingar
íslenska orðsins eða hefðbundinnar notkunar þess. Þetta virðist ekki
síst eiga við um orð sem eru lík eða samrætt að uppruna í báðum
tungumálunum. Án þess að gera sér grein fyrir því fara æ fleiri
Íslendingar að meta allt eftir mælistikum enskunnar. Það sem er
einfalt á einhvers konar lágmarks-ensku virðist hafa flesta kosti fram
yfir sambærilega þætti á íslensku. Það sem jafnan var áður einfalt
og sjálfsagt mál verður smám saman álitið of flókið, of heimóttar-
legt, óttalegt málfræðimúður, óþarfa vesen að eltast við. Það nægir
að skilaboðin berist. Hér er ekki um það að ræða að íslenskan sé
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 475