Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 215
479íslenska eða ís-enska
metnaðarstig í meðferð þjóðtungunnar. Þessi stefnubreyting um
framburð og framsögu þula er mjög róttæk.
Enn eru á lífi þulir — og sum enn í störfum — sem bera af í
meðferð móðurmálsins, en þeim fækkar. Og enn muna eldri
kynslóðir landsmanna eftir því hve skýrt og greinilega söngvararnir
Elly Vilhjálms og Vilhjálmur bróðir hennar, Svanhildur Jakobs-
dóttir, Ragnar Bjarnason og fleiri báru jafnan fram hvert einasta
orðsatkvæði í dægurlagasöngvum.
Sérstök breyting virðist ganga yfir í notkun á svonefndu lausu
viðurlagi. Það frýs fast í þágufalli. Sérstaklega verður þetta í
orðunum ,,þessu tengdum“. Nokkur dæmi:
,,þarna eru spurningar þessu tengdu“ (tengdar); ,,vísa málinu til sérfræðinga
tengdum ríkisstjórninni“ (: tengdra ríkisstjórninni / sem eru tengdir); ,,þeir
fjölluðu um mál þessu tengdum“ (: mál tengd þessu / sem tengjast þessu);
,,urðu nokkrar umræður tengdum þessum málum“ (: tengdar þessum
málum); ,,margir póstar tengdum aðgerðum þeirra“ (: tengdir / sem
tengjast); ,,sögðu að væri svar við árás vígamanna vopnuðum byssum“ (:
vopnaðra byssum / sem eru vopnaðir byssum); ,,tengsl við vígamenn
tengdum hryðjuverkasamtökum“ (: tengda / sem tengjast); ,,dómurinn
varðar málaferli tengdum viðskiptum“ (: tengd).
Hér heyrist alls staðar baksviðs: related to, in relation to, connected,
concerning, armed with … Ekki eru forsendur til að álykta að þetta
sé einstakt dæmi um frystingu orðasambands í tilteknu falli eða að
þetta sé jafnvel fyrirboði slíkrar frystingar í fleiri orðasamböndum.
Ensk orða- og setningaskipan ræður gjarnan í fjölmiðlum. Þetta
stafar meðal annars af hraða í þýðingum fréttaskeyta og litlu valdi
á móðurmálinu. Áhrifin verða þau að ensk-bandarísk málnotkun
festist í nýjum ís-enskum búningi. Sömu áhrif má sjá víðar. Í heitum
er orðstofn látinn nægja og sagt, sem dæmi, ,,Storm Hotel“ en á
íslensku væri heitið Stormur. Í fjölmiðlum heyrist og má lesa
orðasambandið: ,,ástæðan er af því að… “ og endurómar enskuna:
the reason is because… sem er mjög ólíkt því sem áður tíðkaðist á
íslensku. Sagt er ,,oft og tíðum“ í merkingunni ,,víða“. Sagt er ,,þrátt
fyrir“ í merkingunni ,,á hinn bóginn“, án orsakatengsla. Og oft er
sagt ,,á sama tíma“ í merkingunni ,,aftur á móti“ eða ,,samt sem
áður“. Í þessum dæmum og fleirum skiptir það sjálfsagt máli að
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 479