Skírnir - 01.09.2017, Side 217
481íslenska eða ís-enska
sönnu. Mjög oft heyrist í hljóðmiðlum að orðin ,,líkt og“ og ,,eins
og“ eru notuð í sömu merkingu eða sem merkingarsljó tengiorð.
Og marktæk tilbrigði í merkingum orða mást út, svo sem: drepa –
myrða – fella – vega; slasaður – særður – meiddur … Margoft má
heyra í hljóðmiðlum algerlega ruglast á merkingu ,,drepa“ og
,,myrða“, ,,særður“ og ,,slasaður“. Og menn ,,eiga von á“ skelfing-
um frekar en að búast við þeim eða óttast þær.
Annað dæmi er nýstárleg notkun og merking orðsins ,,menn-
ing“. Nú er talað um: fyrirtækismenningu, vinnu staðarmenningu,
barnamenningu, karlamenningu, kvennamenningu, götumenningu,
fangelsamenningu, ofbeldis menningu, — og meira að segja: nauðg-
unarmenningu… Nú er ,,-menning“ notað um það sem áður hét
,,ómenning“. Fjölbreytilegustu fyrirbærum segjast menn ,,deila
með“ öðrum (share), en ekki t.d.: skiptast á, eiga saman, miðla til
annarra, eða einfaldlega: segja frá þeim. Og menn segja ,,versus“ en
ekki t.d.: andspænis, andstætt, borið saman við, í samanburði við.
Menn segjast hafa þurft að greiða ,,hönd og fót“ fyrir söluvöru. Og
börn andvarpa ,,jömmí“ í staðinn fyrir ,,namm“.
Langt er síðan merkingu orðanna ,,viss“ og ,,ákveðinn“ var
kollsteypt öfugt, fyrir þýðingu enska orðsins ,,a certain“. Svipuð
dæmi eru lýsingarorðin ,,geðveikt“ og ,,sturlað“ sem hafa losnað
undan merkingu sinni og orðið óbeygjanleg áhersluorð, meira að
segja gjarnan í jákvæðri merkingu um eitthvað eftirsóknarvert og
æskilegt, — sem þýðing enska orðsins ,,crazy“ og annarra áþekkra
áhersluorða í ensku. Varla er vafi að hér ræður flýtir og hugs-
unarleysi því að augljós heppilegari íslensk orð koma upp í hugann.
Sama á við um tvöfalt hástig: hæst launaðastur, mest rannsak-
aðastur, mest hataðastur. En notkun tvöfalds hástigs sýnir að það
ofbýður máltilfinningu manna ekki lengur.
Fjölbreytileg dæmi má nefna um það hvernig ein föst hraða-
þýðing frýs við erlend orð. Og þessi samsvörun við enskt tungutak
veitir ís-enskunni svolítinn viðhafnar- og fræðabrag. Menn tala um
,,landfræðilega“ legu (: geographical) eða stöðu lands eða borgar.
Þó er engin landafræði á dagskrá, enda aðeins um stað eða setur á
Jörðinni að ræða. ,,Landfræðileg lega Grænlands“ er á hefðbundinni
íslensku einfaldlega: Grænland er þarna … Þetta er auk þess vitni
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 481