Skírnir - 01.09.2017, Qupperneq 218
um tilhneiginguna til að nota orðstofna nafnorða um hvaðeina, þar
sem hefðbundin íslenska hefur notað sagnorð sem kjarna, til dæmis
sögnina að ,,vera“. Heyrst hefur um ,,líffræðilega verki í höfðinu“
(: biological), en á hefðbundinni íslensku er þá talað um höfuðverk.
Meira að segja er talað um ,,líffræðilegan föður“, svo fræðilegt sem
það nú er að vera blóðfaðir. Og fyrir kemur að menn teygja líka
orðið ,,stjarnfræðilegur“ (: astronomical) langar merkingarleiðir án
þess að ,,fræði“ komi við sögu. Fleiri dæmi: aðferð verður ,,aðferða-
fræði“ (: methodology), afstaða og viðhorf verða ,,hugmyndafræði“
(: ideology). Þegar sagt er á gamalli íslensku ,,fjöldi“ heitir það nú
,,tölfræðileg“ (: statistical) staða og ,,mannfjöldi“ er orðinn ,,lýð-
fræðileg“ (: demographic) staða. Sagt var í útvarpi að Bandaríkja-
menn hefðu ,,herfræðilega“ (: strategic, military) hagsmuni í Afríku,
en augljóst var að um hernaðarlega hagsmuni var að ræða eða
varnarhagsmuni. Og ritað er að öfgamenn hafi ,,landfræðileg yfir-
ráð“ yfir svæðum og héruðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Það sem
kallað var á gamalli íslensku stöðug hlutföll heitir nú ,,hlutfallslegur
stöðugleiki“ (: relative stability). Það sem áður var fjölbreyttar jurta-
og dýrategundir eða fjölbreytni í lífríki heitir nú ,,líffræðilegur
fjölbreytileiki“ (: biological diversity, biodiversity). Sambærileg
dæmi geta orðið miklu fleiri.
VI
Hér verða sýnd nokkur dæmi um orð og orðstofna sem streyma
inn í daglegt íslenskt talmál um þessar mundir. Hér er reynt
að fylgja framburði Íslendinga:
abnorm – affegteraður – afpersónugera – agsjón – agressívur – agtívisti –
agtívur – algóriþmi – alternatíf – amalgam – app – artisti
– batselor – beisikk – beisiklí – besservisser – bíódísill – bíóorka – bliss –
blogg – brand – branding – bransi – bráser – breik íven – brútal – brútalismi
– bröns – búllsjitt – bús – búúst – bödsjétt – böffer – bömmer
– data – dánlóda – debatt – debattera – deila (:e. share) – demógrafískur –
diskdjokkí – diskussjón – distópískur – díalóg – dílemma – díla við – dílíta
– díll – dínamískur – díoxíð – díóða – dísæn – díteil – djamm – djísass –
482 jón sigurðsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 482