Skírnir - 01.09.2017, Page 220
– samanstanda af – satíra – sánd – selebkúrar – selfí – semí – senaríó –
sensasjón – senter – sessjón – sex (ekki töluorð) – simpatí – sindróm –
sinkrónísera – sirkúlera – sittúasjón – síkópat – síví – sjitt – skísófrenískur
– skjús mí – skúltúr – smart – snapa fæt – sníkers – sorrí – sólíd – spinn –
sprúðlandi – standard – status – sterilísera – steríótýpa – strategía – strúktúr
– strúktúreraður – sustematískur – súbermarket – súbstans – súrrealískur
– sæberhátíð – sæberstríð
– tabú – tagsfrí – tagtík – tattú – teikoff – teknókrat – terror – tékka inn –
tikka inn – tissjú – trakka – transfóbískur – transfólk – tráma – trend –
tsjallens
– últra – útópískur – útsettur fyrir
– valid – valjú addid – vegan (lokhljóð í innstöðu) – veipa – vera hæ eða ló
– versus – vindódressing – vindósjopping – vinn vinn sittúasjón – vídeó –
voljúm – vottever
– þema – þematískur – þerapí – þjóðernispopúlískur – þriller – ædía –
önderdogg – öppgreida …
Augljóst er að hér er aðeins um tilviljanakenndan ágripslista að
ræða, engan veginn tæmandi sýnishorn, tekið af handahófi úr
fjölmiðlum á rúmu einu misseri, en mörgum alkunnum tökuorðum
og ,,slettum“ sleppt, svo og orðum af sama orðstofni og orð sem er
á listanum. Sérhver lesandi getur margfaldað þennan lista.
Engin leið er að henda reiður á öllum þeim erlendu orðum,
orðasamböndum og orðstofnum sem streymt hafa inn í íslenskt
talmál á síðustu áratugum og streyma enn. Aðeins brot birtast í
rituðu máli, fyrir utan starfstengd skilaboð manna í millum. Þessi
nýi tökuorðaforði er tengdur margvíslegum sérstökum áhugamál-
um, starfsgreinum og vísindasviðum. Áður þótti mörgum vegur í
því að hafa íslensk nýyrði á valdi sínu, en flest bendir til að nú þyki
miklu meiri upphefð í hinu, að hafa alþjóðleg sérfræðiorð og
sérgreinaorð á tungu. Þá er enn að nefna alls kyns slagorð úr ensku,
upphrópanir og svör — og varla þykir hæfa annað en nota ensku
þegar fyrirtæki er valið nafn. Nýlegt íslenskt tímarit heitir ,,Glamour“
— ritað upp á ensku; á gamalli íslensku mætti hér ef til vill nefna
glamur.
484 jón sigurðsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 484