Skírnir - 01.09.2017, Side 222
eða: hyggjast koma saman. Og með íslenskri framtíðarmerkingu
sagnorðsins væri hér sennilega: Skátar koma saman í næstu viku …
Ekki er heldur tilefni að tala um ,,málvillu“ í þeim nafnháttakeðjum
sem tíðkast mjög um þessar mundir: Hann er ekki að fara að kunna
að meta þetta; ég er ekki að fara að skilja þetta; hún er ekki að fara
að koma þangað. En hér er athyglisverð merkingarþróun.
Nýyrðin ,,afglæpavæða“, ,,afglæpavæðing“ virðast hafa unnið
sér staðfestingu og viðurkenningu í málinu. Orðin eru bersýnilega
bein orðabókarþýðing enska orðsins ,,decriminalize“, ,,decriminal-
ization“ (með z öðrum megin hafs og s hinum megin). ,,Væðing“
merkir að klæða eða útbúa í voð, og þar af leiðir: undirbúa, móta til
sérstakrar notkunar, laga eða móta í tilteknu augnamiði. Á íslensku
er hér: gera refsilaust, refsileysi, refsileysing, láta vera, láta kyrrt
liggja, átöluleysi, — eða nokkru virkara að merkingu: heimila,
heimild, leyfa, leyfi. Þessi nýyrði eru langt frá hefðbundnu gegnsæi
á íslensku. Jafnframt eru þau dæmigerð um almenna viðleitni og
þróun. Metið við hefðbundið íslenskt tungutak eru þessi nýyrði
afglöp — afglapavæðing.
Botnfrosnum klisjuþýðingum fylgir merkileg orða- og hugsunar-
fæð. Slíkt stefnir einnig frá gegnsæi í merkingu. Núorðið er síð-
liðurinn ,,-væðing“ notaður í fjölda orða. Í mörgum atvikum gæti
betur átt við að nota aðra síðliði miðað við eiginlega merkingu, svo
sem: ,,-mótun“, ,,-lögun“, ,,-búnaður“, ,,-skipun“, ,,-setning“, ,,-
efling“, ,,-þróun“ eða ,,-hæfing“. Dæmi: alþjóðaþróun, nútíma-
mótun, reglusetning, lýðræðisefling, tölvuhæfing, tækniþróun…
Þessi ritsmíð fjallar af augljósum ástæðum aðallega um ensk og
bandarísk máláhrif. Reyndar gætir skandinavískra áhrifa einnig á
íslenskt nútímamál, og mætti nefna mörg dæmi þess. Ýmislegt
bendir til að margir telji sömu lögmál eiga við um íslensku og
skandinavísk nútímamál. Um þessar mundir má nefna skandina-
víska fyrirbærið ,,eldri borgarar“ sem á íslensku hljóðar: öldungar,
gamalmenni, aldraðir, (ættar)höfðingjar … Annað vinsælt skandinav-
ískt fyrirbæri er ,,menningarnótt“, en hér er íslenskri merkingu
beggja samsetningarhlutanna nauðgað. Á íslensku er hugsanlegt að
segja annars vegar fyrst: sýninga-, lista-, samkomu-, skemmti-,
486 jón sigurðsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 486