Skírnir - 01.09.2017, Side 225
489íslenska eða ís-enska
– ljós – ljósmeti – lýsi – að lýsa – að lýsa með elskendum – ljósblár –
ljósmóðir – sólarljós – eftirlýstur – ljóslifandi – koma í ljós – leiða í ljós –
heimsljós – stjörnuljós – upplýstur – upplýsing – upplýsingaröld – lýsing
– lýsingarorð – lýsigögn – gáfnaljós – ljósálfur – auglýsing – aflýsa –
raflýsing – ljósleiðari …
Þessa skrá má lengja sér til gamans og leika sér með mörg fleiri orð
á íslensku. Nýyrðalist Íslendinga byggist á þessu og notfærir sér
það. Aðeins örfá dæmi:
bifreið: reið (vagn) sem bifast – tölva (af ,,tala“ með hliðsjón af orðinu
,,völva“: vitur spákona) – afleiður – heildi – verg landsframleiðsla (: þau
verðmæti sem leidd eru fram í landinu) – þota (sem þýtur) – þyrla (sem
þyrlast) – hreyfill – kvikmynd – örgjörvi – öreind …
Skemmtilegt dæmi er orðið ,,dráttarvél“ sem þýðing enska orðsins
tractor. Enska orðið hefur sömu grunnmerkingu úr latínunni en
hún er löngu ,,dauð“ í huga enskumælenda. Í hugum Íslendinga lifir
hún áfram með tilstyrk þeirrar makalausu nýnotkunar sem undra-
orðið ,,vél“ úr Eddu hefur öðlast. Þessa skrá má lengja áfram. Svo
er málsnillingum í mörgum starfsstéttum Íslendinga fyrir að þakka.
Merkilegt er að á síðustu árum hefur tökuorðið að ,,seifa“ í
tölvumáli vikið fyrir gömlu íslensku orði, að ,,vista“ sem þá hefur
fengið nýtt merkingar- og notkunarsvið. Annað svipað dæmi er
,,sjálfa“ fyrir enska orðið selfie. Enn má nefna skemmtilegt dæmi:
,,snjallsími“ og fleiri ,,snjalltæki“. Og nokkur íslensk fyrirtæki hafa
tekið upp orðstofninn ,,lausnir“ sem síðari nafnlið heitis, en hann
veit annars vegar beint að markmiði fyrirtækisins og er hins vegar
bein þýðing enska orðsins ,,solutions“, sem alkunnugt er í sömu
notkun erlendis. Enn má taka dæmi orðin: ,,skanni“, og ,,að
skanna“. Athyglisvert er sagnorðið að ,,tækla“ (e. tackle) og gefur
skemmtilega hljóðlíkingu við ,,taka – tók – tæki“. Enn eitt dæmi er
orðið ,,band“ í merkingunni: hljómsveit, sem vísar til merkingar-
umfangs orðsins. Þessi dæmi minna á orðið ,,bíll“ sem er loka-
atkvæði alþjóðaorðsins ,,automobile“ (: sjálf-hreyfanlegt).
Orðið ,,gemsi“ um farsíma er líka skemmtilegt, úr ,,gsm“ á
ensku. Upptök þessarar alþjóðlegu skammstöfunar eru býsna
hátíðleg: ,,Groupe Spéciale Mobile“ og verður á ensku: ,,Global
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 489