Skírnir - 01.09.2017, Síða 229
493íslenska eða ís-enska
a) Orðasamband með íslenskum nafnhætti eða enskum lýsingar-
hætti nútíðar: — að vera að gera — to be doing…
b) Setning með enskri bundinni orðaröð eða setning með íslensk-
um endingum og tiltölulega frjálsri orðaröð.
Í nútímanum verða enskar ,,phrasal verbs“ að auðveldu og hóf-
samlegu viðmiði í máltöku og málnotkun. Þær eru að minnsta kosti
ekki léttari en sams konar sagnorð með fylgiorðum í íslensku.
Merkingarblæbrigði við ofgnótt enska orðaforðans þykja engum
óþægileg, heldur þvert á móti nokkur upphefð í slíku. Íslendingar
kvarta yfir ,,ng“-reglum í réttritun og sérstökum hljóðbreytingum
rittáknsins ,,g“ í beygingum orða. Réttritun ,,hv“ telst til sérvisku og
óþarfa. Og sumir benda á sérstæð rittákn: ,,þ“ og ,,ð“. En ensk orð
og ritun þeirra læra menn þannig að helst minnir á föst rittákn í
mandarín-kínversku, lítt tengd framburði, og þykir fátt sjálfsagðara.
Nú er enska alkunn að erfiðum flækjum: ritmál og framburður,
framburður þjóða og mállýskur, málnotkun eftir stéttum og starfs-
hópum, áhersla í orðum, blæbrigði í merkingum og orðnotkun,
orðtök sagnorða (phrasal verbs), mismunandi notkun orða sem
virðast samheiti, óregluleg orð, sérstæður ritháttur margra orða…
Ritmál enskunnar er einstakt víravirki og verður varla talið vitrænna
en fólkið sem notar það — og margt fleira má nefna. Reyndar er
um það áleitinn grunur að býsna margir á landi hér láti sér nægja
svokallaða ,,lágmarks-ensku“. Þeir hafa þá ekki fengið fregnir eða
reynslu af þeirri fyrirlitningu sem af slíku metnaðarleysi leiðir í
samfélögum þar sem enska er ráðandi tungumál.
X
Hljóðkerfi íslenskunnar fellur bærilega að nokkrum sænskum og
norskum mállýskum, að grísku, kastilíönsku, skoskum mállýskum
og austurrískri þýsku. Ef til vill á íslenskan einna helst stöðu við
hlið þýskunnar almennt að því er varðar beygingakerfi og orð-
stofna. Þegar alls er gætt er málkerfi íslenskunnar ekki flóknara eða
erfiðara en þýska, franska, slavnesk mál, finnska, spænska, og áfram
má telja. Sagnendingar í frönsku og spænsku ritmáli taka talsverða
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 493