Skírnir - 01.09.2017, Side 242
menn höfðu stofnað fyrir fórnarlömb kjarnorkusprengjunnar. Þar
uppgötvuðu vísindamenn að geislun gæti valdið krabbameini. Heim-
sóknin til Nagasaki var ekki síður eftirminnileg þar sem eyðilegg-
ing og rústir bygginga mynduðu undarlegar andstæður við fagra
náttúru umhverfis borgina:
Kirkjan var full af kolsvörtum og höfuðlausum styttum. Aðkoman ömur-
leg. Þetta var kaþólsk kirkja á stærð við Landakotskirkju; 25 nunnur höfðu
farist og nokkrir prestar. Atómsprengjunni var varpað á Nagasaki þann 9.
ágúst 1945. Hún féll þó ekki á borgina sjálfa heldur á hverfi handan við
mjóan fjörð, Urakami-hverfið, sem byggt var af kristnum mönnum. Þarna
voru ennþá rústir af Mitsubishi-vopnaverksmiðju þar sem tíu þúsund
manns höfðu unnið og gufað upp, orðið að engu. Eins og vitað er springa
atómsprengjur inn á við, þær soga loftið að sér og upp. Það er hinn ógur-
legi hiti sem eyðileggur. Þessi sprengja var þó barnaleikur miðað við þær
sem síðar urðu til. […] Mér þótti Nagasaki fögur borg þrátt fyrir eyðilegg-
inguna. Skoðaði t.d. húsið sem Madame Butterfly eftir Puccini er staðsett
í. (Matthías Viðar Sæmundsson 1987: 119–120)
Kóreustríðið braust út í júní 1950, um það leyti sem Björn og fjöl-
skylda höfðu dvalist í Japan í hálft ár. Stríðið hafði mikil áhrif á störf
Björns enda var stöðugur straumur af særðum hermönnum til
landsins. Björn var sjálfur svo aðframkominn vegna anna á spítal-
anum að hann veiktist af lungnabólgu. Fjölskyldan fluttist aftur til
Bandaríkjanna vorið 1952, rúmu ári áður en Kóreustríðinu lauk.
Eftir að fjölskyldan sneri heim til Íslands árið 1954 fjallaði Björn
um Japansdvölina í ýmsu samhengi. Hann gerði pistla fyrir útvarp
og löng grein birtist í Alþýðublaðinu árið 1956. Björn greinir frá
jarðskjálftum, eldfjöllum og japönsku eyjunum, en ekki er að sjá að
hann geri beina samlíkingu við Ísland. Japan er lýst sem framandi
Asíulandi og líkt og mörgum Vesturlandabúum, fyrr og síðar, kom
Birni á óvart hvernig hversdaglegar athafnir voru framkvæmdar á allt
annan hátt í Japan en á Vesturlöndum:
Japanir gera margt öfugt við okkur, þeir hræra í bolla rangsælis, þeir hefla
og saga að sér, fara fyrst í vinstri ermina, hestar eru látnir ganga aftur á bak
inn á básinn og jatan síðan hengd fyrir framan þá. Þegar þeir telja á fingrum
sér, byrja þeir á þumalfingri hægri handar, og þegar fimm eru taldir, byrja
þeir á litla fingri vinstri handar. Þegar þeir leggja regnhlíf frá sér, láta þeir
506 kristín ingvarsdóttir skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 506