Skírnir - 01.09.2017, Síða 246
opnir bílar með keisaralegri og borgaralegri lögreglu, auk þess allmargir
lögreglumenn á bifhjólum. Öll umferð, sem er þó æðimikil í Tokyo, var
stöðvuð þar sem þessi fylking fór um. Er við komum að hallarhliðinu tók
á móti okkur aðalsiðameistarinn og var síðan farið með mig inn í allstóran
biðsal. […] Á mínútunni hálf ellefu var ég leiddur inn í móttökusalinn, þar
sem keisarinn stóð fyrir enda [salarins], ásamt hofmarskálknum, hirðstöll-
urum og siðameisturum og auðvitað utanríkisráðherranum. Er ég hafði
lotið keisaranum, ávarpaði ég hann nokkrum orðum og sagði m.a., að mér
væri mikill heiður að afhenda honum trúnaðarbréf, sem fyrsti sendiherra Ís-
lands í Japan.15
Mikill munur hefur augljóslega verið á afhendingu trúnaðarbréf-
anna á Bessastöðum og í keisarahöllinni, enda á formfesta í kringum
japönsku keisarafjölskylduna sér vart hliðstæðu. Keisarinn sem
Magnús hitti var Hirohito, holdgervingur japanska keisaraveldis-
ins í stríðinu og talsmaður friðar á næstu áratugum.16 U.þ.b. þremur
áratugum síðar átti Vigdís Finnbogadóttir fund með Hirohito, en að
því verður vikið síðar.
Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvers vegna Japanir tóku
frumkvæði að því að koma á stjórnmálasambandi við Ísland.17 Við-
skipti voru enn mjög takmörkuð og Íslendingar einungis 170.000
talsins þannig að útflutningssjónarmið hafa tæpast legið að baki.
Japanir sýndu heldur engan áhuga á matarkistunni Íslandi og tóku
ekki að flytja inn íslenskar sjávarafurðir fyrr en síðar og þá vegna
þess hve hart Íslendingar lögðu að þeim að rétta af vaxandi við-
skiptahalla. Ekki er ólíklegt að Japönum hafi þótt eðlilegt að koma
510 kristín ingvarsdóttir skírnir
15 ÞÍ utanríkisráðuneyti. 1996, B/108-8, Bréf frá sendiráði Íslands í Stokkhólmi til
utanríkisráðherra, Nr. 265. „Afhending trúnaðarbréfs í Tokyo“, 20. júní 1960.
16 Hirohito er sá keisari sem lengst hefur setið á keisarastóli í Japan og Showa-tíma-
bilið (1926–1989) sem kennt er við hann spannar ótrúlegar samfélagsbreytingar,
sjá m.a. Bix 2000.
17 Það er einskær tilviljun að sama ár og stjórnmálasamband komst á milli Íslands
og Japans, kom út bókin Nonni í Japan eftir Jón Sveinsson, 12 árum eftir andlát
hans. Jón Sveinsson og Magnús sendiherra komu báðir í keisarahöllina í Tókýó
og nutu vinsemdar og gestrisni japanskra stjórnvalda. Lítið fór fyrir umfjöllun ís-
lenskra fjölmiðla um útgáfu bókar Nonna en þó enn minna fyrir heimsókn Magn-
úsar til Japans. Mögulega hefur utanríkisráðuneytið viljað forðast umfjöllun og
gagnrýni vegna kostnaðar við hið nýja stjórnmálasamband. Um ársdvöl Jóns
Sveinssonar í Japan 1938–1939, sjá nánar Gunnar F. Guðmundsson 2012: 385–400.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 510