Skírnir - 01.09.2017, Page 249
513samskipti íslands og japans …
Eftir 1960 óx innflutningur frá Japan ört og vöruúrvalið jókst
að sama skapi: Japanskar myndavélar, borðbúnaður og annar létt-
ari iðnvarningur tók að streyma til landsins í miklum mæli. Árið
1963 var Baldvin Einarsson skipaður kjörræðismaður Japans og
þremur árum síðar var hann gerður að aðalkjörræðismanni (Pétur
J. Thorsteinsson 1992, III: 1167).22 Baldvin fann strax fyrir miklum
áhuga íslenskra kaupsýslumanna á viðskiptum við Japan. Í viðtali
haustið 1964 segir hann að áhugi Íslendinga á viðskiptum við Japan
sé „mjög mikill“ og að hann fái margar fyrirspurnir frá bæði ungum
kaupsýslumönnum og rótgrónum verslunarfyrirtækjum. Heldur
meira sé þó um unga aðila sem eygi möguleika til „nýrra sambanda
og viðskipta“ („Mikill áhugi íslenzkra …“ 1964).
Árið 1965 markar upphaf stórfellds innflutnings japanskra bíla
til landsins, en það ár var Japanska bifreiðasalan stofnuð til að halda
utan um innflutning á Toyota bifreiðum. Auglýsingar frá fyrirtæk-
inu eru áberandi í dagblöðum þessa árs og Japanska bifreiðasalan
vann ötullega að því að kynna bílana. Toyota Crown, Corona og
Landcruiser voru fyrstu tegundirnar sem fluttar voru til landsins
og vöktu þær strax talsverða athygli.23 Umboð hóf starfsemi á Ak-
skírnir
22 Ólafur B. Thors, eftirmaður Baldvins, skýrði greinarhöfundi frá því hvernig það
atvikaðist að Baldvin, þá forstjóri Sjóva-Almennra, varð ræðismaður: „Þegar ég
byrjaði að vinna með Baldvini þá var hann bara konsúll og ég var ekkert að velta
því fyrir mér. En það sögðu mér menn sem voru honum nánir seinna meir að það
hafi verið íslensku innflytjendurnir sem hafi ýtt á að hér væri einhver aðili sem
væri [fulltrúi hins] opinbera og að það væri sem sagt konsúll hér því Japanir voru
ekkert at hugsa um að setja hér upp sendiráð. Og svo heyrði ég söguna þannig
að þeir hefðu ekki getað náð samkomulagi um það með hverjum þeir ætluðu að
mæla. Það var einhver keppni á milli þeirra og þessi vildi ekki að hinn tæki það
og svo framvegis. En þeir vildu fá einhvern aðila sem væri góður bissnessmaður
með einhverja þekkingu á Japan en ekki í beinni hagsmunabaráttu. Og þá sem sagt
kom hans nafn upp“ (Viðtal við Ólaf B. Thors, ágúst 2015). Baldvin Einarsson
og Ólafur B. Thors voru báðir heiðraðir af Japanskeisara fyrir störf sín; Baldvin
árið 1981 og Ólafur 2002. Aðrir Íslendingar sem sæmdir hafa verið orðu af Jap-
anskeisara eru Pétur J. Thorsteinsson fyrrv. sendiherra (1987), Kristín Ísleifs-
dóttir einn af stofnendum og fyrrv. formaður Íslensk-japanska félagsins (2011),
og Ingimundur Sigfússon, fyrsti sendiherra Íslands með aðsetur í Tókýó (2016)
(Miyako Þórðarson 2017: 160–161).
23 Sjá umfjöllun um Toyota-bílana m.a. í greininni „3 japanskar bíltegundir …“
1965.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 513