Skírnir - 01.09.2017, Page 251
515samskipti íslands og japans …
höftum gagnvart Japan og öðrum „low cost“ ríkjum. Í öðru lagi
bendir höfundur á að árangur Japana sýni „að japanskar vörur hafa
líkað vel hérlendis“.25
Um miðjan sjöunda áratuginn urðu nýskipaðir ræðismenn land-
anna, Baldvin Einarsson og Kunitoshi Okazaki, að leita leiða til að
draga úr viðskiptahallanum, en stærsta áskorunin var að finna vörur
sem Íslendingar gætu selt Japönum. Brátt rættist úr, árið 1966 var
flutt út töluvert af síldarlýsi til Japans og í kjölfarið fylgdi frekari út-
flutningur á íslenskum sjávarafurðum.26 Úflutningsverðmætið
framan af nam þó ekki nema broti af innflutningsverðmæti frá Japan
þannig að enn var langt í land.27 Árið 1967 kom Okazaki sjálfur til
Íslands ásamt japanskri viðskiptasendinefnd, gagngert í þeim til-
gangi að skoða hvaða vörur Japanir gætu keypt af Íslendingum.
Niðurstaðan var sú að helst væri markaður fyrir loðnu í Japan. Jap-
anir höfðu hingað til veitt sína loðnu sjálfir, en þar sem minna
veiddist af henni en áður var þörf á innflutningi. Það voru þó skiptar
skoðanir innan japönsku sendinefndarinnar hvort íslensk loðna
kæmi til greina þar sem fiskurinn er minni og feitari en Japanir áttu
að venjast. Eitt af japönsku fyrirtækjunum, Tokyo Maruuchi Shoji
(TMS) vildi láta reyna á innflutninginn og þar með hófst mikilvægt
lærdómsferli fyrir Íslendinga sem þurftu að veiða og meðhöndla
fiskinn fyrir japanska vinnslu og matreiðslu, en loðna hafði ekki
áður verið seld til manneldis. Loðnuútflutningurinn jókst ár frá ári
og töluverð samskipti fylgdu viðskiptunum. Fjöldi viðskiptasendi-
nefnda kom til landsins; eftirlitsmenn japanskra kaupenda voru alla
jafna í íslenskum frystihúsum á loðnuvertíðinni og íslenskir við-
skiptamenn, svo sem Eyjólfur Ísfeld Eyjólfsson hjá SH, fóru ótal
ferðir til Japans. Loðnusalan til Japans náði hámarki árin 1973–1974
og um svipað leyti stofnuðu SH og TMS sameignarfyrirtækið Ice-
land Sea Products (ISP). Eftir þessi metár kom upp ágreiningur um
skírnir
25 ÞÍ utanríkisráðuneyti 1997-68, kassi B17, „Greinargerð um vöruviðskiptin við
Japan“. Greinargerð unnin af viðskiptaráðuneyti, janúar 1967.
26 Þessari sögu er gerð góð skil í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, III (Jón Hjaltason
o.fl. 1996). Árið 1980 fékk Sveinn Egilsson hf umboðið fyrir Suzuki.
27 Sjá yfirlit yfir heildarútflutningstölur í Hagskinnu (Guðmundur Jónsson o.fl.
1997: 462–463).
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 515