Skírnir - 01.09.2017, Page 254
markaðurinn fyrir fyrirtækið á árunum eftir stofnun IFPC (Jón
Hjaltason o.fl. 1996: 339).
Á sjöunda áratugnum festist í sessi það viðskiptamynstur sem
haldist hefur fram til þessa, þ.e. Íslendingar kaupa tækni- og
iðnvarning frá Japan, en Íslendingar flytja þangað sjávarafurðir í
miklum mæli. Það er lýsandi fyrir mikilvægi auðlinda hafsins í
kringum Ísland að allan níunda áratuginn var verðmæti inn- og út-
flutnings í jafnvægi þrátt fyrir „japönsku bylgjuna“ á bifreiða-
markaði og umfangsmikinn innflutning á öðrum varningi beint frá
Japan. Helstu breytingarnar sem orðið hafa á viðskiptamynstrinu í
seinni tíð eru annars vegar þær að fjölgun ferðamanna frá Japan til
Íslands skiptir æ meira máli fyrir viðskipti landanna, og hins vegar
að viðskiptajöfnuðurinn er nú Íslendingum í vil.32
Japönsk menning í Reykjavík og Ólympíuleikar í Tókýó
Á sjötta áratugnum hófust fyrstu eiginlegu menningarsamskipti Ís-
lendinga og Japana eftir stríð. Þrátt fyrir framandleikann skynjuðu
Íslendingar oft og tíðum kunnugleg stef og samhljóm við eigin
menningu. Fyrst ber að nefna stórmyndina Rashomon eftir Akira
Kurosawa sem sýnd var í Gamla bíói árið 1953 en hún hafði farið
sigurför um heiminn. Blaðamenn, gagnrýnendur og almennir les-
endur tjáðu sig um Rashomon og luku á hana lofsorði. Kvikmynda-
gagnrýnandi dagblaðsins Tímans, Indriði G. Þorsteinsson, skrifaði
eftirfarandi í kvikmyndadálk blaðsins:
Mjög er gaman að bera saman garpshugsjón Japana, sem fram kemur í
myndinni, þegar sá kokkálaði og ræninginn berjast í skóginum, í lok mynd-
arinnar, að áeggjan konunnar, og þann skilning sem Kiljan leggur í garpskap
í síðustu bók sinni. Og mjög er eftirtektarvert að sjá að japanskt skáld og
518 kristín ingvarsdóttir skírnir
32 Japönskum ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum.
Haustið 2003 stóð ferðaheildsalinn K.K. Viking, sem var í eigu Eyþórs Eyjólfs-
sonar og Flugleiða, fyrir fyrsta beina fluginu milli Íslands og Japans. Þúsundir Jap-
ana komu til landsins með beinu flugi á næstu árum. Sjá viðtal við Eyþór árið 2003
(„Vilja flytja 8.000 Japani …“ 2003). Sendiráð Íslands í Japan beitti sér einnig
mjög fyrir aukningu ferðamanna eftir að það hóf starfsemi árið 2001 (Viðtal við
Ingimund Sigfússon fyrrv. sendiherra, ágúst 2017).
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 518