Skírnir - 01.09.2017, Page 255
519samskipti íslands og japans …
íslenskt skáld eru sammála um forna hetjulund og afskipti kvenna af
görpum. Að öllu athuguðu, er ekki hægt annað en telja Rasho-Mon til
stórviðburðar í kvikmyndum. (Indriði G. Þorsteinsson 1953)
Rashomon og þær myndir sem Kurosawa gerði í framhaldinu höfðu
mikil áhrif á kvikmyndagerðarmenn um allan heim, og líklega var
Kurosawa einn fyrsti Japani eftirstríðsáranna sem varð þekktur
meðal almennings á Íslandi. Hrafn Gunnlaugsson er einn þeirra
kvikmyndagerðarmanna sem sótt hefur innblástur í smiðju Kuro-
sawa og oft hefur verið bent á hvernig áhrifa hans gætir í verkum
Hrafns, t.d. í kvikmyndinni Hrafninn flýgur. Hrafn var fyrsti (og
mögulega eini) Íslendingurinn sem hitti Kurosawa í eigin persónu,
en hann fékk tækifæri til að taka viðtal við meistarann á kvik-
myndahátíð í Tókýó árið 1991.33
Tveimur árum eftir frumsýningu Rashomon á Íslandi, árið 1955,
sótti flokkur tíu japanskra dansara Ísland heim og var heimsóknin
liður í heimsreisu flokksins.34 Þekkt japönsk dansmær, Miho Hana-
yagui, veitti flokknum forystu en hún rak virtan dansskóla í Tókýó.
Í flokknum voru dansarar og tveir hljóðfæraleikarar sem léku á
japönsku hljóðfærin koto og shamisen. Dansarnir voru bæði hefð-
bundnir og nútímalegir en allir byggðust þeir á aldagömlum jap-
önskum dans- og leikhúshefðum, sér í lagi noh og kabuki. Frum-
sýningin fór fram í Þjóðleikhúsinu hinn 25. mars fyrir fullu húsi og
að viðstöddum forsetahjónunum, Ásgeiri Ásgeirssyni og Dóru Þór-
hallsdóttur. Sex sýningar fylgdu í kjölfarið. Frétt af frumsýningunni
í einu dagblaðanna lýsir viðbrögðunum í hnotskurn, fyrst undrun
og síðan hrifningu: „Áhorfendur virtust framan af nokkuð á báðum
áttum, en fögnuðurinn óx jafnt og þétt er leið á sýninguna og var
listafólkið mjög hyllt að lokum“ („Japanskur listdans …“ 1955).
Thor Vilhjálmsson var einn þeirra sem sá sýninguna og skrifaði
um hana ítarlega grein í menningartímaritið Birting nokkrum dög-
skírnir
33 Sjá viðtal Hrafns Gunnlaugssonar við Akira Kurosawa í Lesbók Morgunblaðs-
ins (Hrafn Gunnlaugsson 1991).
34 Flokkurinn hafði m.a. sýnt í Frakklandi (sex mánuði í Marigny-leikhúsinu í
París), Þýskalandi og á Norðurlöndum, og hélt til Suður-Ameríku eftir Íslands-
dvölina („10 Japanskir listamenn …“ 1955).
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 519