Skírnir - 01.09.2017, Side 257
521samskipti íslands og japans …
sumarið 1940 en þegar heimsstyrjöldin braust út voru þeir fluttir
til Helsinki. Nú gafst Japönum annað tækifæri og það vildu þeir
nýta til hins ítrasta til að sýna heimsbyggðinni hvers þeir væru
megnugir. Sjöundi áratugurinn var gullaldartímabil í japanskri hag-
sögu og „japanska efnahagsundrið“ vakti heimsathygli. Á upphafs-
degi Tókýó-leikanna gaf Vísir út átta síðna sérblað um Japan og
leikana fram undan. Blaðið endurspeglar þá bjartsýni og athafna-
gleði sem ríkti í Japan á þessum tíma, en í einni greininni, „Traust
heimsins er sett á Japan“, segir m.a.:
Sagt er að aldrei fyrr hafi Olympíuleikar verið undirbúnir jafnvel og nú,
ringulreiðin sem var ríkjandi á fyrstu dögunum á Rómarleikunum 1960, á
ekki að komast inn í japönsku leikana. Japanir hafa hér, sem á fleiri sviðum
náð að sýna þá nákvæmni og vandvirkni, sem með þarf. („Traust heimsins
…“ 1964)
Í greininni er síðan fjallað um þá miklu uppbyggingu og fram-
kvæmdir sem Japanir urðu að ráðast í til að halda leikana. Allt var
svo nýtt að hin gamla „asíska“ Tókýó var næstum horfin; tími
neonljósa og neðanjarðarlesta var runninn upp:
Fyrst eftir styrjöldina var með öllu útilokað, að Japanir gætu séð um leik-
ana. En uppbygging landsins gekk vel. Fólkið var nægjusamt, duglegt og
dugandi og nú er svo komið, að Japan er ríkt land og hefur breytzt mjög á
áratug, — svo mjög að Olympíuþátttakendur rekur í rogastanz þegar þeir
koma inn í Tokyo-borg, þeir tala um svik; allur hinn austræni svipur sé að
mást af Japan. Á götunum eru stúlkur í kimono sjaldséð fyrirbæri, meira sést
af nýju Parísartízkunni eða amerískum áhrifum í fatagerð. („Traust heims-
ins …“ 1964)
Eftir leikana lýsti Ingi Þorsteinsson aðalfararstjóri íslenska hópsins
því yfir að það hefði verið „samhljóma dómur manna að Ólympíu-
leikarnir í Tókýó hafi verið þeir glæsilegustu sem fram höfðu farið
frá upphafi nútímaleikanna“.36 Enginn vafi leikur á því að Ólympíu-
skírnir
36 Í skýrslu fararstjóra tók Ingi sérstaklega fram þrenn hjón sem höfðu „borið ís-
lensku þátttakendurna á höndum sér“, en það voru ræðismaður Íslands, Kuni-
toshi Okazaki og frú, Ólympíufulltrúi Íslands, Suseki Tai og frú, ásamt
„íslenskum hjónum“ sem búsett voru í Japan, þeim Ernu og Franklín Ás-
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 521