Skírnir - 01.09.2017, Síða 261
525samskipti íslands og japans …
settur á Íslandi.43 Þegar Takefusa hætti sem þjálfari í lok áttunda
áratugarins tók annar Japani, Isao Sannomyia, við umsjón með
þjálfuninni.44 Mikil gróska var í starfsemi félagsins og má ætla að
heimsóknir að utan, líkt og heimsókn Japanans Masahiko Tanaka,
sem var margfaldur heimsmeistari í karate, hafi enn frekar styrkt
stöðu íþróttarinnar hér á landi.
Íslenskar bókmenntir í Japan
Þegar rithöfundurinn Jón Sveinsson, betur þekktur sem Nonni,
dvaldist í Japan á árunum 1937–1938 var hann bæði undrandi og
himinlifandi að kynnast japönskum háskólamönnum sem töluðu
íslensku og þekktu til Íslendingasagnanna.45 Nonna var sérstaklega
minnisstæð heimsókn í Keisaralega háskólann í Tókýó þar sem
gestgjafinn, prófessor Ichikawa, bauð honum í kennslustund í forn-
íslensku og Íslendingasögum.46 Þar hitti Nonni fyrir heilan bekk af
japönskum háskólanemum sem sátu og þýddu kafla í Snorra-Eddu.
Það er auðvelt að gera sér í hugarlund undrun og gleði rithöfund-
arins. Nánari skoðun leiðir í ljós að áhugi prófessors Ichikawa á Ís-
lendingasögunum og tungumáli þeirra er ekki einsdæmi. Þegar
japanski þýðandinn, prófessor Yukio Taniguchi, var sæmdur Hinni
íslensku fálkaorðu árið 199047 hélt hann fyrirlestur við Háskóla Ís-
skírnir
43 Árið 1975 gaf Helgi Briem Magnússon út bókina Karate fyrir byrjendur en þar
er ásamt kynningu á íþróttinni að finna japansk-íslenskan orðalista. Listann hafði
Helgi unnið í samstarfi við Takefusa.
44 Sannomyia kom reglulega til landsins frá Kaupmannahöfn þar sem hann var í
námi. Þetta kemur m.a. fram á vefsíðu Karatefélags Reykjavíkur þar sem stiklað er
á stóru í sögu félagsins, http://www.karatedo.is/?page_id=156 (sótt í ágúst 2017).
45 Þessu lýsir Nonni m.a. í bókinni Nonni í Japan (Jón Sveinsson 1971), sem og í
sendibréfum og pistlum sem birtust bæði í íslenskum og japönskum fjölmiðlum
(Kristín Ingvarsdóttir 2017: 97–98).
46 Ichikawa er kynntur sem prófessor í ensku og enskum bókmenntum, en fullt
nafn kemur ekki fram í skrifum Nonna.
47 Skv. upplýsingum frá forsetaembættinu hafa ellefu Japanir verið sæmdir Hinni
íslensku fálkaorðu frá upphafi. Handhafar riddarakross eru: Kunitoshi Okazaki
(1970), Raijiro Nakabe (1986), Yukio Taniguchi (1990), Mitsuo Sato og Setsuo
Makiuchi (1991), Shinako Tsuchiya, Tatsuro Asai og Junichi Watanabe (2001),
Kanji Ohashi (2009). Að auki hafa Yoshihiko Tsuchiya (1986) og Raijiro Na-
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 525