Skírnir - 01.09.2017, Page 263
527samskipti íslands og japans …
vera sérfræðingar í germönskum málum og bókmenntum, sem af
einskærum áhuga hafa lagt stund á íslenskar bókmenntir og tungu-
mál þeirra í hjáverkum. Fjöldi Íslendingasagna hefur verið þýddur
úr germönskum málum og sumar beint úr íslensku. Sérstök ástæða
er til að nefna þrjá aðila í tengslum við þýðingar íslenskra fornsagna;
þýðandann og bókmenntagagnrýnandann Shizuka Yamamuro;
prófessor Kunishiro Sugawara sem starfaði við Háskóla erlendra
tungumála í Osaka; ásamt fyrrnefndum Yukio Taniguchi sem hlaut
fálkaorðuna fyrir framlag sitt. Það er ekki orðum aukið að segja að
þessir fræðimenn hafi lyft grettistaki með því að þýða og gefa út
nokkur höfuðverk íslenskra bókmennta. Viðtökurnar hafa almennt
verið góðar og sem dæmi má nefna að þýðing Taniguchi á Eddu-
kvæðum, sem fyrst kom út árið 1973, hefur síðan verið endur-
útgefin a.m.k. 15 sinnum; slíkur er áhuginn á norrænum goðsögnum
(Taniguchi 1992: 80). Þessi áhugi hefur einnig getið af sér nýja teg-
und frásagna þar sem Íslendingasögur og goðafræði er innblástur
og efniviður fyrir fjölbreyttar teiknimyndasögur og teiknimyndir
(jap. manga og anime).49 Japanir urðu einnig snemma hrifnir af Hall-
dóri Laxness og hafa mörg verka hans verið þýdd á japönsku.50 Það
fyrsta var líklega smásagan Ósigur ítalska loftflotans í Reykjavík
1933 sem kom út á japönsku árið 1955. Árið eftir kom Sjálfstætt fólk
út í japanskri þýðingu hjá forlaginu Kodansha. Sagan var fyrst þýdd
úr ensku, dönsku og sænsku af þremur þýðendum, en fyrrnefndur
Shizuka Yamamuro fór yfir þýðinguna og samræmdi stílinn.
Íslenskufræðingarnir hafa á öllum tímum starfað víða um Japan
og var því mikilvægum áfanga náð þegar Félag íslenskra fræða var
stofnað þar í landi. Fyrsti aðalfundur félagsins fór fram 16. maí 1981
og kom fyrsta félagsritið út af því tilefni.51 Félagið og þeir fræði-
skírnir
49 Jón Karl Helgason, prófessor við Háskóla Íslands, og Tsukusu Jinn Itó, lektor
við Shinshu-háskóla, eru meðal þeirra sem hafa rannsakað þessa nútímamynd
íslenskra miðaldabókmennta á undanförnum árum. Mannfræðingurinn Halldór
Stefánsson (1993), sem starfaði m.a. sem prófessor við Osaka Gakuin-háskóla í
Japan, hefur einnig skrifað bókarkafla um efnið.
50 Á vefsíðu Gljúfrasteins má sjá lista yfir erlendar þýðingar á verkum Laxness,
þ.m.t. á japönsku. Alls eru sjö verk nafngreind. Sótt 5. ágúst 2017 á http://
www.gljufrasteinn.is/is/halldor_laxness/thydingar/japanska/
51 Í tilkynningu 10. júní 1980 var lagt til að stofnað yrði japanskt félag til að sinna
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 527