Skírnir - 01.09.2017, Page 268
sjóðnum og Japan Foundation skiptu sköpum um upphaf jap-
önskukennslu við Háskóla Íslands. Sú ánægjulega þróun átti sér
einnig stað um sama leyti og japönskunám hófst við háskólann að
Waseda-háskóli í Tókýó hóf kennslu í íslensku nútímamáli.61 Byrj-
endanámið í íslensku við Waseda hefur einnig átt vinsældum að
fagna og þess eru dæmi að vísa hafi þurft nemendum frá vegna mik-
illar aðsóknar.62 Í seinni tíð eru það ekki bara bókmenntir sem laða
að nemendur heldur einnig almennur áhugi á Íslandi og menningu
landsins.63 Háskólasamstarf milli Íslands og Japans hefur aukist til
mikilla muna að undanförnu og er fjölbreytt skiptinám í boði í
báðum löndunum.
Árið 2008 var Félag Japansmenntaðra á Íslandi stofnað fyrir
tilstuðlan japanska sendiráðsins og var Kristín Ísleifsdóttir fyrsti
formaður þess. Samstarfið á háskólasviðinu hefur oft ráðist af
frumkvæði einstaklinga og stuðningi þeirra. Stofnun Watanabe-
styrktarsjóðsins við Háskóla Íslands er gott dæmi þar um. Toshizo
„Tom“ Watanabe stofnaði sjóðinn árið 2008, en hann kynntist Geir
H. Haarde, fv. forsætisráðherra, á námsárum sínum í Bandaríkjunum
og vildi leggja sitt af mörkum til að styrkja frekar samband Japans og
Íslands.64 Fjöldi nemenda og kennara við Háskóla Íslands hefur átt
þess kost að stunda nám og rannsóknir í Japan fyrir tilstuðlan sjóðsins.
532 kristín ingvarsdóttir skírnir
efnum að styrkja tengsl við japanska háskóla og leita leiða til að hefja japönsku-
kennslu. Fyrsta kynningin á hinni nýju tungumálastofnun erlendis fór fram í
Japan í lok árs 2002. Vigdís Finnbogadóttir var sjálf með í för og átti fjölda funda
með mögulegum styrktar- og samstarfsaðilum. Sjá nánar um aðdraganda
japönskukennslunnar í viðtali við Önnu Agnarsdóttur í Stúdentablaðinu („Jap-
anska og …“ 2003: 14), en þar segir að hvatning um að hefja kennsluna hafi
komið m.a. frá Jóhannesi Nordal. Skipuð var nefnd til að undirbúa kennsluna en
í henni sátu Margrét S. Björnsdóttir, Auður Hauksdóttir og Úlfar Bragason.
61 Íslendingar hafa styrkt íslenskunámið við Waseda frá upphafi (2003), m.a. Stof-
nun Sigurðar Nordals og síðar Árnastofnun. (Upplýsingar frá Úlfari Bragasyni,
ágúst 2017).
62 Upplýsingar frá Sendiráði Íslands í Tókýó, sumar 2015.
63 Íslensk tónlist hefur m.a. átt miklum vinsældum að fagna í Japan; Björk
Guðmundsdóttir, Quarashi, Sigur Rós o.fl. hafa komið fram á mörgum helstu
tónleikastöðum og tónleikahátíðum í Japan.
64 Stofnfé sjóðsins var 278 milljónir króna miðað við þáverandi gengi, sbr. Skipu-
lagsskrá fyrir fyrir Watanabe styrktarsjóð við Háskóla Íslands, dagsett 28. maí
2009. Skjal nr. 523/1990, birt á vef Stjórnartíðinda.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 532