Skírnir - 01.09.2017, Page 288
Reagan til Donalds Trump. Hugmyndin um hnignun skapar þannig
fortíðarþrá sem ekki er endilega bundin við neinn raunverulegan
punkt í fortíðinni, jafnvel ekki einu sinni í raunveruleikanum ef út í
það er farið. Í Reykjavíkurmyndum Þrándar má til dæmis á einum
stað sjá reisulega mosku við Tjarnargötu og annars staðar hefur læk-
urinn sem Lækjargata heitir eftir verið frelsaður undan götunni,
brúaður og hlaðinn. Það sem helst skín úr þessum myndum er fyrst
og fremst einhvers konar gamaldags Reykjavík og sjónarhorn sem
vekja í senn með manni væntumþykju og trega. Myndirnar gerast í
óræðri fortíð en á myndunum sjást iðulega hestvagnar og nautgripir
hér og þar, og klæðaburður virðist gamaldags. Á málverkinu „Hin
rétta Reykjavík“ (sjá mynd) má sjá hvernig hinar umdeildu höfuð-
stöðvar Seðlabankans hafa verið fjarlægðar en Hallgrímskirkja, sem
er nánast jafnaldra Seðlabankabyggingarinnar, hefur fengið að
standa. Á þessum slóðum eru ferðamenn dagsins í dag gjarnir á að
spyrja hvort „þetta“ sé í raun miðbær Reykjavíkur, og eiga þá við
hina mjög svo ósamstæðu húsaþyrpingu á svæðinu umhverfis Arn-
arhól og Lækjartorg. Myndin sýnir nokkuð stílhreina borgarmynd
og að það sé ýmislegt eftirsóknarvert við það sem kallaðist 19. aldar
götumynd í deilum um húsin við Laugaveg 4–6 fyrir nokkrum
árum, en lýsir í raun byggingastíl sem er mun erfiðara að negla niður
í tíma.
Á sýningunni mátti líka sjá stórt málverk af búsáhaldabylting-
unni, en myndefnið er fært aftur í óskilgreinda fortíð eða gert tíma-
laust. Þó má lesa úr þessum verkum ákveðna stefnubreytingu eða
viðleitni til að sækja myndefni og leggja til umræðunnar um málefni
líðandi stundar. Hvort sem talað er um stjórnmál, skipulagsmál eða
arkitektúr höfðu Reykvíkingar vissulega fengið tilefni til alvarlegrar
sjálfsskoðunar á undangengnum árum, og nokkuð áhugavert að
Þrándur skuli hafa brugðist hratt við þó að olíumálverkið sé, sam-
anborið við aðra miðla, nokkuð svifaseint í eðli sínu.
Á sýningunni „Stræti“, sem haldin var í verkefnarými Gallerís
Port var Þrándur enn á svipuðum slóðum og í Reykjavíkurmynd-
unum en nú var áherslan lögð á mannlíf frekar en arkitektúr og
ýmsir anakrónismar urðu meira áberandi. Myndin „Næturlíf í
Reykjavík“ (2015) sýnir til að mynda drukkinn mannfjölda við
552 friðrik sólnes skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 552