Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 4
Ó l a f u r J ó h a n n Ó l a f s s o n
4 TMM 2018 · 2
Á sumrin sátum við úti í garði með te í bolla og biðum sólseturs.
Að innan bárust raddir barnanna. Ég heyri þær enn
eftir öll þessi ár, bjartar raddir. Komdu, heyri ég kallað, komdu …
en ég veit ekki hvert.
Ég áræði ekki lengur að leita á fornar slóðir.
Hann þræðir götuna að hylnum, hún hikandi á eftir. Einhvers staðar
vellur spói í regninu en þau heyra ekki í honum. Hann á undan,
steinarnir sleipir á árbotninum, smáblóm á bakka hennar, gul.
Mannssonur, hvers mega sín orð okkar, áheit og fyrirbænir
hvert leitar hugurinn þegar við hverfum? Hann gengur einn til baka
og kindurnar bíta grasið í þögninni.
Kærleikurinn, segi ég, kærleikurinn og umhyggjan,
enda sef ég lítið um þessar mundir. Afstaða himintunglanna,
þegar þau speglast í sjónum, er mér hugleikin,
en svo siglir báturinn yfir þau.
Þegar þú sefur, vaki ég.
Úti yfir flóanum slitna regnslæður neðst úr skýjum,
annars ber ekkert til tíðinda þar til þeir ganga á land.