Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 7
B r ý r o g h i m n a r TMM 2018 · 2 7 Hægt er eins og fyrr segir að nálgast höfundarverk Þorsteins úr ýmsum áttum. Hefur til dæmis verið nógsamlega fjallað um hann sem borgfirskt skáld og skoðaðar vísanir hans í bókmenntir þess frjóa héraðs, sögu og fagra náttúru – fyrir utan það hvernig hann yrkir til forvera sinna úr héraðinu? Við getum líka reynt að elta það hvern hann ávarpar hverju sinni í ljóðum sínum en honum er óvenju tamt að nota persónufornöfnin – við, þið, vér og þér, ég og þú – svo að við fáum ýmist þá tilfinningu að verið sé að segja kærum vini mildilega til syndanna eða hugga hann – eða skoða eigin hug. Ástarljóð Þorsteins eru mörg og ævinlega áhrifamikil og það má skoða þau sérstaklega og hvernig hann miðlar einkalegum tilfinningum sínum; er í rauninni opinskár – þetta dula skáld – og reiðubúinn að hugleiða hagi sína og innstu kenndir undanbragðalaust í ljóðum, sem krefja hann um slíkt. Náttúruljóðin er hægt að skoða frá fyrstu tíð; hvernig hann notar vatnið – lækinn og árnar, mýrarnar, tjarnirnar og vötnin – ævinlega til að gefa ljóði sínu lífsmagn eða gefa til kynna þrá. Fjöll koma líka víða fyrir í ljóðum hans, oft sem fulltrúar hins þögla almættis, þess sem er bæði óforgengilegt og síbreytilegt: Fjall sem þú ert að skoða og fást við hefur margar hliðar og fleti; þú gengur umhverf- is það, klífur það og kannar hvert drag, hvern dýjakrók, hverja skriðu, einkum með tilliti til greiðfærra leiða. Þó er fremur ólíklegt að þú bindir mesta tryggð við þá staði þar sem uppgangan er auðveldust og ferðalangar leita helzt útsýnis. Því fjall er merkileg eign: þegar alls er gætt sérðu fjall einungis frá þeirri ógleymanlegu hlið sem þér var gefið það. („Fjall“, Fiðrið úr sæng Daladrottningar, Ritsafn, 305) Hann notar iðulega steininn til að lýsa sjálfum sér – tilfinningu sinni fyrir eigin stöðu í íslensku menningarlífi: Efst á hvolnum stakur, veðraður steinn. Stöldrum við og nemum undarlegt skraf dáinnar tungu sem biður við undirleik báru að eyru vor þjökuð af rausta og rasta glym leggi hlustir við kviðlingi, kveðnum í eldi forðum daga … Hér vísar í staðinn steinn staðinn þar sem ljóð var kveðið í eldi! Viðnámslegur í fasi … Stakur steinn. („Þjóðminjar“, Urðargaldur, Ritsafn, 473) Og hann yrkir aftur og aftur um veður: „Veður / eru mér jafngildi veraldar / sem ég kanna af varúð“ („Veður“, Veðrahjálmur, Ritsafn, 215)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.