Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 15
„ E n e r h ú n f e r …“ TMM 2018 · 2 15 uðum yfirráðum yfir skemmunni: „Hún var bæði fögur og sterk, svo að það segja menn að ef hurðin var aftur og læst, að enginn maður mætti koma í skemmuna án vilja Freyju.“ Jafnframt er ást Óðins á henni undirstrikuð og gefið í skyn að honum hafi verið haldið utan við þessi vé þegar Freyja fór á stefnumót við sinn guð. Ég vek athygli á að Freyja gefur sig á vald náttúru sinni þá fjóra daga sem hún dvelur í steininum og uppsker eitthvað dýrmætt. Svo dýrmætt raunar að þær örfáu glefsur sem fræðimönnum hefur auðnast að grafa upp um Brísingamen, utan Sörlaþáttar, fjalla um rán þess og sýna að það varð bit- bein guða. Í Sörlaþætti er heiðin heimsmynd afhelguð í gróteskri frásögn og goðin dregin niður á veraldlegt plan. Freyju er þar lýst sem hóru. Einn fræðimann sá ég vísa í orðróm þess efnis að hún hefði selt meydóm sinn fyrir gullmen.4 Þátturinn var skráður á skinn af tveimur kaþólskum prestum og þarf ekki að fara í grafgötur um að Freyja féll ekki að þeirri kvenímynd sem kristin heimsmynd hélt á loft konum til eftirbreytni. Né sýnist atferli hennar hafa hugnast þeim sem dýrkuðu Óðin, því seiðurinn sem hún er sögð hafa inn- leitt í ríki ása var álitinn glæpur þegar í heiðni og voru seiðkonur þá oftast grýttar í hel.5 Enn í dag viðgengst í sumum samfélögum að konum sé hegnt með þessum hætti fyrir framhjáhald. Og hver var þá glæpur seiðkvenna? Jú, þær höfðu samneyti við önnur goðmögn en ríkjandi öfl aðhylltust. Átta árum eftir drauminn um skáldið og silfurmenið var mér falið að skrifa um Freyju fyrir táknfræðirit, og þá var það sem lykillinn kom upp í hendurnar á mér.6 Hann var fólginn í nafninu Brísingamen, orði sem tengir saman ýtrustu andstæður. Brísingur er eldsheiti og men er sam hljóða indó- evrópsku rótinni men sem þýðir máni.7 Þar eð men þýðir hálsfesti, háls- baugur, á íslensku hefur mönnum skotist yfir vísunina í mánann. Í Bjólfs- kviðu kemur við sögu Brosingamene sem er talið mögulegt að rekja megi nafnið Brísingamen til8 en mene er gríska orðið fyrir mána. Þótt lítið fari fyrir Sól í norrænni goðafræði og goðsögulegt hlutverk hennar hafi verið yfirtekið af karlkyns guðum á langri leið, getur Snorri þess að hún hafi verið talin með ásynjum. Máni er sömuleiðis lítt áberandi í arfinum. Hjá 10. aldar skáldinu Guttormi Sindra er að finna kenninguna óskkván Mána og lítur Finnur Jónsson svo á að Máni sé þar jötunn og óska- brúður hans „gýgur“.9 Að öðru leyti þegir arfurinn um samneyti Mána við konur. Ég sá í sjónhending að sögnin um Freyju og dverga hlaut að eiga rætur í sólmyrkva. Eins og ég orðaði það svo skáldlega vekur hún upp „mynd af sólinni sem geng ur undir og gefst fereinum mána sem sökkvir sér í eldheitt skaut hennar svo rauðar glæðurnar blæða undan biksvörtum lim hans og mynda log andi djásnið.“ Himneskt samræði guðs og gyðju er dregið niður á jarðneskt plan í samræmi við spakmælið „svo á jörðu sem á himni“. Eins og ég sé það stendur Brísingamen fyrir hneigð til að samþætta það sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.