Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 17
„ E n e r h ú n f e r …“ TMM 2018 · 2 17 Af men eru leidd ensku orðin menstruation og menses sem standa fyrir blæðingar kvenna. Ég var þarna komin inn á slóð tíðablóðsins og átti ekki annars úrkosti en að elta það hnoða til uppsprettunnar. Hilda Ellis David- son vekur athygli á kynlegum skorti í norður-evrópskum bókmenntum, listum og alþýðuhefð á vitnisburði um tengsl mánans við vígslusiði kvenna í heiðni.13 Á öðrum menningarsvæðum er oft litið svo á að vaxandi, fullt og þverrandi tungl svari til þriggja æviskeiða konunnar, meyjar, konu og kerlingar. En þar er hlaupið yfir fjórða fasann, nýtt tungl, þegar máninn hverfur af himni í þrjár til fjórar nætur, sem svarar til tímabilsins sem Freyja dvaldi hjá dvergum. Við segjum að sól og tungl séu þarna samstæð; á ensku er kallað að þau séu conjunct, þ.e. samtengd. Í Sörlaþætti segir að menið hafi verið „mjög fullgert“ þegar Freyja kom að steininum. Ég skil það svo að það hafi verið nánast fullgert. Hringmótífið endurspeglast bæði í tíðahringnum og ferli mánans. Þetta er vísbending um að Freyja hafi farið í undirheima- för sína á nýju tungli, þessum síðasta myrka fasa mánans sem er jafnframt upphaf nýs hrings. Kemur það heim og saman við tilraunir með áhrif ljóss á tíðahringinn sem benda til að við kjöraðstæður ætti egglos að eiga sér stað á fullu tungli en blæðingar á nýju.14 Hyrndir hjálmar sem fundist hafa við uppgröft eru vísbending um að forfeður okkar hafi trúað að í gapinu milli niðs og nýs væri ósýnileg kraft- uppspretta og að þetta hulduílát væri höfðinu æðra. Og held ég að þar séum við komin nærri Gullveigu. Veig þýðir bæði „kraftur“ og „drykkur“. Helgi Hálfdanarson telur að veig þýði „skál“ og rekur til bah-weiga í fornháþýsku.15 Með hliðsjón af merkingu orðsins völva, leg, má telja líklegt að Gullveig sé persónugervingur fyrir hið helga gral og að krafturinn sem kemur fram í nafni hennar vísi í tár Freyju sem var „gull rautt“ og skrauthvörf fyrir tíða- blóð gyðjunnar. Í Völuspá er lýst ítrekuðum tilraunum til að fyrirkoma Gullveigu sem sam kvæmt vitnisburði völvunnar lifir þó enn. Blæðingar eru náttúru- kraftur sem ekki verður eytt en þarf að beina meðvitað í skapandi farveg. Frá þeim sjónarhóli séð bera þær í sér þróunarafl sem kona getur því aðeins léð brautargengi að hún sé í jákvæðu sambandi við þessa náttúru sem tengir hana við forsögulegan uppruna. Tíðablóðið er frumuppspretta. Fyrr en kona byrjar á blæðingum getur líf ekki komið undir. Þarna liggja rætur okkar, handan við upphaf tímans þar sem skil á milli sjálfs og annars eru upphafin. Á blæðingum ber kona sköpunarlindina í sér. Í heimsmynd Óðins víkur hneigðin til einingar fyrir sundurþykki. „Hann var illur og allir hans ættmenn, þá köllum vér hrímþursa. Og svo er sagt að þá er hann svaf fékk hann sveita.“ Þessa afneitun á Ymi leggur Snorri í munn Háum í Gylfaginningu. Sveiti er skýrt sem blóð og að líkindum vísar svefninn í seiðinn sem gekk í berhögg við þá höfuðskyldu hetjunnar að halda vöku sinni. Sé litið til Delfí þá starfaði véfréttin þar aðeins einn dag í mánuði sem bendir til að hún hafi tengst blæðingum hofgyðjunnar og eru til frásagnir af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.